Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 31
 SKINFAXI 31 Söfnuðu í minningarsjóð á Unglingalandsmóti Hópur ungra Þórsara, sem tóku þátt á Unglingalandsmóti UMFÍ og kepptu undir nafninu Þorpararnir, safnaði 160 þúsund krónum á mótinu. Hópurinn gaf söfnunarféð í Minningarsjóð um Baldvin Rúnarsson. Baldvin var mikill knattspyrnuunnandi, lék með Þór í yngri flokkum en með Magna í meistaraflokki. Hann lést 31. maí á þessu ári eftir erfiða glímu við krabbamein aðeins 25 ára gamall. Fjölskylda Baldvins stofnaði minningarsjóð um hann og er tilgangur hans að styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála. Krakkarnir, sem mynduðu hópinn, eru strákar úr 5. flokki Þórs og stelpur úr 4. flokki félagsins. Þau seldu auglýsing- ar á búningana og merktu þá með nafni Baldvins Rúnars- sonar, Bassa eins og hann var kallaður, og tölustöfunum 603. Eftir Unglingalandsmótið færði svo hópurinn Ragn- heiði Jakobsdóttur, móður Baldvins, peningana og treyju að gjöf.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.