Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI
Ég hef starfað innan vébanda íþrótta-
hreyfingarinnar um árabil, lengst af við
stjórnun á skíðadeild. Barna- og ungl-
ingastarfið var gríðarlega öflugt, foreldr-
ar barnanna voru á kafi í starfinu enda
krefst slík iðkun mikils stuðnings foreldra
eða annarra aðstandenda. Hér var auð-
vitað um að ræða æfinga- og keppnis-
ferðir innanlands og utan, akstur á æfing-
ar, aðstoð við uppsetningu tækja og tóla,
viðhald eigna í fjallinu og ýmislegt fleira
þessu tengt.
Þar sem vátryggingar eru mínar ær og
kýr þá hafði ég áhuga á að koma á hóp-
tryggingum fyrir börnin í deildinni. Ekki er
um auðugan garð að gresja í vátrygging-
um hér á landi. Ekki bætir að lítill áhugi
er á þessum málum hjá íslenskum vátrygg-
ingafélögum. Við lifum í þannig þjóð-
félagi að stofnanir og fyrirtæki eins og
vátryggingafélög hafa bæði takmarkað-
an vilja og á stundum litla þekkingu til að
sinna þessum hópi.
Börn og ungmenni lenda í slysum
Þess vegna bjuggum við hjá Tryggja vá-
trygginguna „Vernda“ í samstarfi við
tryggingafélagið Lloyd‘s. Þessi leið trygg-
ir að okkar mati börnum og einstaklingum
allt að 22 ára aldri í samræmi við þá
greiningu sem við gerðum á vátrygging-
um þessa hóps í nágrannalöndum okkar.
Til viðbótar bættum við því við sem við
teljum vanta á Íslandi.
Sýnt hefur verið fram á að börnum og
ungmennum, sem stunda íþróttir, vegnar
vel í lífinu. Félagsfærni, atgervi og líkam-
legur styrkur skýrir það ásamt fleiri þáttum
sem lærast með skipulagðri íþróttaiðkun.
Á hinn bóginn eru iðkendur í meiri hættu en
aðrir á því að lenda í slysum og áföllum.
Ef vátryggingafélögin og vátrygginga-
fræðin segja að það sé áhættumeira að
stunda íþróttir heldur en að horfa á þær
þá er ljóst að foreldri, sem á barn sem iðk-
ar íþróttir, þarf að taka það alvarlega og
vátryggja vegna hugsanlegra eftirmála til
að milda afleiðingar óhapps, til skamms
tíma eða jafnvel út lífið.
En hvernig á að vátryggja börn í
íþróttum?
Mikilvægt er að vera tryggður
iðkandi
Þeir skilmálar sem voru í boði fyrir tilkomu
„Vernda“-barnatryggingarinnar miða allir
að því að huga að væntum tekjum þess
sem stundar íþróttina. Hægt er að skipta
þeim sem stunda æfingar og keppni í
þrennt eftir aldri. Þeir sem eru undir 16
ára aldri falla innan skilmála almennra
fjölskyldutrygginga hjá vátryggingafélög-
unum. Síðan eru það börn og unglingar
sem eru á aldrinum 16 til 18 ára. Þegar
16. árinu er náð nær almenna fjölskyldu-
tryggingin ekki yfir slys við æfingar og
keppni. Eftir að 18 ára aldri er náð telst
einstaklingur fullorðinn og þá þarf að vá-
tryggja sérstaklega. Með barnatrygging-
unni Vernda dugar þó skilmálinn til 22 ára
aldurs sem er mikil búbót á þessu sviði.
Þeir sem standa best að vígi í hverri
íþrótt fyrir geta oft gert samninga um
launakjör og annað í formi styrkja og
stuðnings. Í þeim samningum er oft minnst
á vátryggingar. Þeir falla líka undir svo-
kallaða ÍSÍ-tryggingu. Hér um að ræða
iðkendur sem eru 18 ára og eldri. Oftast
eru bætur miðaðar við launþegatrygging-
una, sem er samningur milli verkalýðsfélaga
og atvinnurekenda. Þetta helgast líklega af
því að valkostir eru fáir. Ég get ekki tekið
undir það að launþegatryggingin sé við-
mið, en örorkubætur hennar (miðað við
núgildandi VR-samning) eru ágætar við
fulla örorku. Ef um tímabundnar greiðslur
er að ræða þá eru þær eru í lægri kant-
inum.
Ef aldurshópurinn 16–18 ára er skoð-
aður og hvaða vátryggingar standa hon-
um til boða kemur í ljós að ekki er um margt
að ræða. Ef samningur við íþróttafélagið
varðandi slysatryggingu er ekki í boði,
þá verður viðkomandi að vera vátryggður
sérstaklega af foreldri. Fæstir á þessum
aldri eru launþegar og því almennt talin
þá tímabundnu tekjutapi, þar sem ekki sé
verið að skerða aflahæfi. Íslensku vátrygg-
ingafélögin eru öll með ákvæði fjölskyldu-
tryggingum í sínum að þau vátryggi 16
ára og yngri við æfingar eða keppni. Sam-
kvæmt þeim skilmálum nær það ekki til
16–18 ára hópsins.
Ekki gera lítið úr 17 ára
Ég hafna þeirri nálgun vátryggingafélag-
anna að gera lítið úr aflahæfi einstakl-
inga sem eru undir 18 ára aldri því ef
óhapp hendir sem gerir viðkomandi óhæf-
an um að sjá um sig þá fellur sú vinna iðu-
lega á einstakling sem þarf að hverfa úr
sinni vinnu með tilheyrandi tekjutapi. Þetta
er nefnilega spurning um nálgun. Sú forn-
setta og karllæga hugmyndafræði að
það kalli ekki á tekjutap að einstaklingur
undir aldri sé rúmfastur heima á ekki við
núna þegar allir vinna sem geta. Rúm-
fastur einstaklingur þarfnast þjónustu og
hún verður ekki innt af hendi nema með
frítöku viðkomandi aðstandanda.
Þar með er slysatrygging 16–18 ára
ekki til staðar nema sérstaklega sé gengið
frá því. Þetta er háalvarlegt mál og að
mínu mati löstur á öllu starfi innan íþrótta-
hreyfingarinnar. Það þarf að loka þessu
gati með einum eða öðrum hætti. Fyrir
einhverjum árum þá miðaðist allt við 16
ára aldurinn en þar sem það hefur breyst
er þessi hópur afskiptur. Við höfum séð
alvarleg slys með langvarandi afleiðing-
Hvernig er best að tryggja
börn og iðkendur í íþróttum?