Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað Líf og fjör í Neskaupstað Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Neskaupstað dagana 28.–30. júní sl. Þetta var níunda mótið sem haldið er fyrir 50 ára og eldri. Mótshaldarar voru Ungmenna- og íþróttasamband Austur- lands (UÍA) ásamt sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Landsmót UMFÍ 50+ í Neskaupstað hófst eins og venja er á föstudeginum og því lauk á sunnudegi. Mótið var sett með hátíð- legum hætti í íþróttahúsinu í Neskaupstað og boðið var upp á heilmikil skemmtilegheit alla helgina, bæði keppni og aðra afþreyingu á borð við sjósund og zumba fyrir alla fjölskylduna og alla aldurshópa sem mæltist vel fyrir. UMFÍ leitast ætíð við að bjóða upp á nýjung- ar á viðburðum sínum og kynna nýja kosti í hreyfingu. Á mótinu í Neskaupstað var spilað í fyrsta sinn í Crossnet. Því svipar til blaks og er spilað með blakbolta á litlu neti í kross með fjóra velli en einn leikmaður er á hverjum velli. Hafði ekki tíma fyrir verðlaun Bræðurnir Markús og Jón M. Ívarssynir úr Flóahreppi hafa ætíð keppt í mörgum greinum á mótinu í gegnum tíðina. Engin breyting var þar á í Neskaupstað og voru þeir skráðir til leiks í frjálsum. Þeir bræður eru jafnframt í far- sælu ringóliði HSK. Markúsi gekk vel í frjálsum og hreppti gull í hástökki. Hann hafði hins vegar engan tíma til að taka við verðlaununum því að um leið og keppni í frjálsum lauk var ringólið þeirra Markúsar og Jóns að hefja leik. Þurftu þeir því frá að hverfa á harðahlaupum. Markús fór hins vegar ekki af mótinu án gullsins því að Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti honum það daginn eftir keppnina. Þess má geta að sprettur bræðranna borgaði sig því að ringóliðið þeirra fór með sigur af hólmi á mótinu. Lét ekki hönd í fatla stoppa sig „Það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður og taka þátt,“ sagði Harpa Hlín Jónsdóttir frá Ólafsfirði en hún keppti með eiginmanninum í fjölmörgum greinum í Nes- kaupstað með hægri handlegg í fatla. Þau hjónin voru að hita upp fyrir mótið á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar Harpa datt á hlaupabrautinni og sprunga kom í olnboga- lið. Harpa var sett í gifs frá öxl og niður að olnboga. Hún hafði hins vegar skráð sig í fjölda greina ásamt manni sín- um, ákvað að láta ekki óhappið stöðva sig og keppti í kúluvarpi, lóðkasti og spjótkasti og fleiri greinum. Til að bæta gráu ofan á svart er Harpa rétthent og þurfti hún að nota vinstri höndina í kastgreinum. „Ég ætlaði auðvitað ekki að sitja og horfa á og barma mér og ákvað því að kasta með vinstri hendi.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.