Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI
Æskulýðsvettvangurinn, ásamt hópi fag-
aðila í barnaverndarmálum, hefur komið
á fót netnámskeiði fyrir fólk sem starfar
með börnum og ungmennum í íþrótta- og
æskulýðsstarfi. Þar er um að ræða starfs-
fólk og sjálfboðaliða allra þeirra sem að
Æskulýðsvettvanginum koma. Námskeið-
ið er jafnframt opið öllum þeim sem áhuga-
samir eru um barnaverndarmál.
„Þetta er nýjung í málefnum barnavernd-
ar á Íslandi og í takt við breytta tíma. Það
er mikilvægt fyrir alla sem starfa með
börnum og ungmennum að þekkja skyld-
ur sínar og ábyrgð. Markmiðið með net-
námskeiðinu er að auka þekkingu starfs-
fólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æsku-
lýðsfélögum um land allt um það hvernig
eigi að bregðast við erfiðum og flóknum
málum og koma í veg fyrir einelti, ofbeldi
og áreitni í félagsstarfi. Það gerir börnum
og ungmennum auðveldara með að fá
úrlausn slíkra mála þegar þau koma upp,“
segir Sema Erla Serdar, framkvæmda-
stýra Æskulýðsvettvangsins.
Æskulýðsvettvangurinn er samstarfs-
vettvangur Bandalags íslenskra skáta,
KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarna-
félagsins Landsbjargar og UMFÍ.
Netnámskeiðið og þróun þess var
styrkt af félagsmálaráðuneytinu, Æsku-
lýðssjóði og Lýðheilsusjóði.
Áherslur námskeiðsins
Sema Erla svarar hér nokkrum spurningum
um netnámskeið Æskulýðsvettvangsins.
Æskulýðsvettvangurinn kynnir nýjung í barnavernd
AF HVERJU?
Markmiðið með námskeiðinu er að
auka þekkingu starfsfólks og sjálf-
boðaliða í íþrótta- og æskulýðsfélögum
um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni
sem börn og ungmenni geta orðið fyrir
og afleiðingunum af þessu. Með nám-
skeiðinu er stuðlað að því að þau sem
vinna með börnum og ungmennum þekki
mismunandi birtingarmyndir kynferðis-
ofbeldis, eineltis og annars ofbeldis sem
börn og ungmenni geta orðið fyrir og að
þau viti hvernig bregðast eigi við þegar
slíkt kemur upp. Með því móti er hægt
að gera börnum og ungmennum auðveld-
ara með að fá úrlausn slíkra mála þegar
þau koma upp í félagsstarfi auk þess sem
með því er unnið mikilvægt forvarnastarf.
Sema Erla Serdar,
framkvæmda-
stýra Æskulýðs-
vettvangsins.