Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI FORVARNASTARF FER ALDREI Í FRÍ UMFÍ vinnur stöðugt að forvörnum og kemur aldrei á leiðar- enda. Á hverju ári koma nýir árgangar ungs fólk sem félagið vinnur með. Af þeim sökum er stefna UMFÍ í forvarnamálum alltaf leiðarljós í verkefnum hreyfingarinnar enda er verkið eilífðarverkefni. Þetta er meginniðurstaða lokaritgerðar Erlu Gunnlaugsdóttur í kennarafræðum frá kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í rit- gerðinni skoðaði Erla stefnu UMFÍ í forvarnamálum, greindi verkefnin út frá stefnu UMFÍ og ræddi við Hauk Valtýsson, for- mann UMFÍ, um það hvernig forvarnastefnan birtist í verkefnum hreyfingarinnar. Í ritgerðinni skoðar Erla helstu verkefni UMFÍ sem eru af ýms- um toga. Þar á meðal eru Unglingalandsmót UMFÍ, ungmenna- ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, landsmótin, Ungmennabúðir UMFÍ og þær leiðir sem stjórn UMFÍ notar til að styrkja sjálfs- mynd ungmenna í starfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Niður- staða Erlu er að stefna UMFÍ í forvarnamálum sé alltaf leiðar- ljós í verkefnum ungmennafélagshreyfingarinnar. Fram kemur í ritgerðinni að forvarnastarf UMFÍ miði meðal annars að því að fjölga samverustundum fjölskyldna, bjóða upp á ýmis tækifæri til að taka þátt í skipulagðri æskulýðsstarfsemi, efla sjálfsmynd barna og ungmenna og þroska þau á margvís- Erla segir Unglingalandsmótið mjög góða birtingarmynd af forvarnastarfi UMFÍ. Þar sé leiðarljósið samvera fjölskyldunnar á heilbrigðum forsendum. Forvarnaverkefni UMFÍ er alltumlykjandi og stöðugt verkefni, að mati Erlu Gunnlaugsdóttur. legan hátt. Störf Ungmennafélags Íslands miði við það að for- varnir séu eilífðarverkefni og í verkefnum sínum og störfum fylgir félagið stefnu sinni í forvarnamálum. Erla hefur eftir Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur, fyrrverandi formanni UMFÍ, að það hafi verið gæfuspor að ákveða að halda Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgar. Mótið sé án nokkurs vafa skemmtilegasta fjölskyldu-, íþrótta- og for- varnahátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina. Helga Guðrún vekur athygli á því að umhyggja og hlýja af hálfu fjöl- skyldunnar sé grundvöllur velferðar barna og ungmenna. Hún álíti að foreldrar velji í síauknum mæli að verja verslunarmanna- helginni með börnum sínum á mótunum því að það dragi úr líkunum á að þau velji að fikta við að reykja eða nota áfengi eða önnur vímuefni. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, leggur í ritgerðinni áherslu á að forvarnir séu eilífðarverkefni og þótt félagið sé með stefnu þurfi sífellt að endurnýja hana. Aldrei megi sofna á verðinum varðandi forvarnir. Tekið er sérstaklega fram að Haukur vilji efla forvarnastarfið með það að markmiði að auka lýðheilsu almenn- ings í landinu og vilji UMFÍ sé til að vinna með yfirvöldum að bættri lýðheilsu á Íslandi og efla forvarnir. Um leið sé UMFÍ meðvitað um að forvarnir eru síbreytilegar og að alltaf þurfi að aðlaga þær hverjum tíma. Forvarnastarfið fari því aldrei í frí.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.