Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 11
 SKINFAXI 11 Íþróttabandalögin í landinu Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB) Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) Íþróttabandalag Akraness (ÍA) Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) Guðmundur hefur aðrar áhyggjur og þær snúa að því ef mögu- lega dragi úr tekjum Íslenskrar getspár af einhverjum sökum. „Sagan hefur margsannað að ekkert er eilíft. Það sama á við um tekjurnar úr lottóinu. Að mínu mati þá finnst mér áhætta fólg- in í því að gera ráð fyrir að þær verði óbreyttar til framtíðar. Ef þær tekjur dragast saman þá verðum við að vera í stakk búin til að bregðast við. Við verðum enn sterkari saman, eigum meiri möguleika á því að sækja fjár- magn til ríkis og sveitarfélaga og getum nýtt fjármagnið betur sem veitt er til skipulags íþrótta- og æskulýðsstarfs en nú. Saman getum við alltaf fundið leiðir til að halda áfram og að bæta starfið,“ segir Guðmundur og bendir á að búið sé að tryggja fleiri þætti. Þar á meðal geri tillögur vinnuhópsins ráð fyrir því að fulltrúafjöldi á þingi sé breyttur á Stefna UMFÍ er að allir séu með. Allir viðburðir UMFÍ eru dæmi um framgang stefn- unnar. Á Unglingalands- mótum UMFÍ er oft fjöldi full- trúa frá íþróttabandalögum af öllu landinu. Þar taka allir þátt á eigin forsendum og gera gott mót að stórkostlegum viðburði. Verði aðild samþykkt • Ef íþróttabandalögin bætast við UMFÍ þá fá félögin stöðu sambandsaðila á sama hátt og önnur íþrótta- héruð landsins. • Hvert og eitt bandalag þarf að sækja um inngöngu og geta þau sem ekki vilja áfram staðið utan UMFÍ. • Ef íþróttabandalögin bætast við UMFÍ þá fá félögin stöðu sambandsaðila á sama hátt og önnur íþrótta- héruð landsins. • Félög UMFÍ með beina aðild munu áfram halda aðild sinni að UMFÍ en í gegnum íþróttabandalög á sama hátt og flest aðildarfélög UMFÍ í dag. Í þeim tilvikum þar sem íþróttabandalag hefur ekki sótt um aðild verður staða félags með beina aðild óbreytt. • Með tillögum vinnuhóps um aðild hafa hagsmunir núverandi sambandsaðila varðandi lottó og fjölda þingfulltrúa verið tryggðir. Langur ferill umsóknarinnar • Um 20 ár eru síðan íþróttabandalögin sóttu fyrst um aðild að UMFÍ. • Á sambandsþingi UMFÍ í Vík í Mýrdal haustið 2015 var samþykkt viljayfirlýsing um aðild. • Málið var kynnt sambandsaðilum um allt land. • Á sambandsþingi UMFÍ á Hallormsstað í október 2017 voru lagðar fram tillögur um með hvaða hætti aðildin gæti orðið með breytingum á lögum og reglugerðum. Tillagan um aðildina náði ekki framgöngu. • Boðað til sambandsráðsfundar í janúar 2018 þar sem samtalið hélt áfram. Ákveðið var að vinna málið áfram og leggja það fyrir þing 2019. þann veg að stórir sambandsaðilar fái mest tíu þingfulltrúa. Með þeim hætti sé tryggt að rödd minni sambandsaðila fái hljómgrunn. Guðmundur G. Sigur- bergsson, formaður vinnuhóps um aðild íþróttabandalaga að UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.