Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI Keppt í hlaupaskotfimi í fyrsta sinn Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Höfn í Hornafirði um versl- unarmannahelgina. Þetta var 22. Unglingalandsmótið sem hald- ið er. Fyrsta mótið var haldið á Dalvík árið 1992 og hefur það verið vítt og breitt um landið á þessum 27 árum sem liðin eru. Keppendur á Höfn, sem voru á aldrinum 11–18 ára, voru tæp- lega þúsund. Veðrið var afspyrnugott í frábæru umhverfi. Sérstaklega þótti skemmtilegt á Unglingalandsmótinu að greinar voru nokkurn veginn á einum og sama reitnum sem markaðist af Bárunni og sundlauginni. Afþreyingartorg og kvöldvökutjaldið voru á sama stað. Eins og alltaf var bryddað upp á hressilegum nýjungum á mótinu. Á mótinu var keppt í hlaupaskotfimi (e. biathlon) í fyrsta sinn. Greinin var kynnt til sögunnar á Landsmótinu á Sauðárkróki á síðasta ári og fyrir áhugafólki í Kópavogsdal bæði í fyrrasumar og aftur nýliðið sumar. Níu þátttakendur kepptu í greininni og höfðu gaman af. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti verðlaun í greininni en forsetahjónin tóku þátt í öllu mótinu með börnum sínum um verslunarmannahelgina. Fleira skemmtilegt bar upp á í tengslum við Unglingalands- mótið á Höfn og var lausnahugsun í fyrirrúmi. Í Bárunni voru sem dæmi búnir til tveir einkar glæsilegir körfuboltavellir með áhorfendasvæðum, með tiltölulega stuttum fyrirvara. Fleiri skrán- ingar voru jafnframt í strandblak og strandhandbolta en búist hafði verið við. Þriðji völlurinn var því búinn til með aðeins dags fyrirvara úr timburbúkkum, þökum og sandi. Hjálpaði keppanda Við slit Unglingalandsmóts UMFÍ var Vaka Sif Tjörvadóttir heiðruð sérstaklega. Vaka, sem er 11 ára, keppti í götuhjól- reiðum á mótinu. Undir lok keppni sá hún að í vegkanti sat drengur sem fengið hafði astmakast. Vaka stoppaði til að hjálpa drengnum og stöðvaði bíl sem í voru ferðamenn sem höfðu púst til að gefa honum. Fleiri börn bættust í hópinn og hringdu þau á Neyðarlínuna. Þegar drengurinn var kominn undir læknishendur héldu Vaka og vinir hennar keppni áfram en komu síðust í mark. Viðbrögð Vöku og annarra keppenda eru til fyrirmyndar. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.