Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 25
 SKINFAXI 25 Svigrúm til breytinga Guðmundur segir mikið svigrúm til að gera betur. Slíkar breyt- ingar eigi ekki að gera með offorsi heldur þurfi að breyta hugarfari fólks. „Breytingar af þessu tagi gerast ekki í skyndingu, heldur með þróun sem tekur tíma. Átakið Sýnum karakter, sem UMFÍ og ÍSÍ höfðu forystu um að koma af stað til að bæta keppnishugar- farið, er góð fyrirmynd að svona starfi. Það er mikilvægt að hefja fána siðbótar á loft innan íþróttanna vegna uppeldisgildis þeirra og sterkra áhrifa á uppvaxandi æsku.“ Hann nefnir þrjú atriði máli sínu til stuðnings. „Í fyrsta lagi þarf að auka umræðu um siðferðið með fræðslustarfi innan félaganna. Í öðru lagi hafa nokkur félög í íþróttum sett sér siða- reglur eða gildi. Þetta þarf að útvíkka og samræma. Í þriðja lagi væri snjallt að kjósa árlega heiðarlegustu íþróttamennina eftir greinum, kynjum og flokkum. Það væri góð viðbót við Íþróttamann ársins sem margir gagnrýna.“ Íþróttamót ungmennafélaganna hafa löngum verið mikil- vægar samkomur víða um land. Þessi mynd var tekin af spretthlaupi á héraðsmóti HSK í Þjórsártúni. Kristín Rós Hákonardóttir sundkona hlaut aldrei titilinn Íþrótta- maður ársins en er mikil fyrirmynd hvað heiðarleika og háttvísi varðar, auk hófsemi í allri framgöngu. Þorgrímur Þráinsson hefur með íþróttabókum sínum og boðskap lagt áherslu á heiðarleika í leik og starfi innan íþróttanna. Íþróttir kvenna hafa átt undir högg að sækja í íþróttahreyfingunni en nú virðist það vera eitthvað að lagast. Bók sem nýtist víða Fyrrnefnd bók Guðmundar fjallar um margt fleira en rannsókn hans. Hún gefur auk þess góðan grunn til að fræðast um bak- grunn og þróun þeirra siðferðilegu hugmynda sem viðgengist hafa innan íþróttaheimsins. „Ég vona að hún geti nýst sem kennsluefni á námskeiðum innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar og sem kennsluefni í íþróttaakademíum framhaldsskólanna. Einnig verði hún notuð við menntun íþróttakennara, íþróttafræðinga og þjálfara í háskólunum öllum. Loks vona ég að fjölmiðlar geti haft not af henni sem siðferðilegu viðmiði í íþróttaumfjöllun sinni. Megin- markmiðið er að bókin stuðli að því að rækta gott siðferði innan íþróttaheimsins og grisja burt siðferðilegt illgresi hvar og hvenær sem það kann að koma upp.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.