Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI Undanfarin ár hefur staðið yfir rannsókn á kynjajafnrétti í íþróttum í Háskólanum í Reykja- vík. Skref eru tekin í rétta átt nánast á hverjum degi en þó er ennþá hróplegt misræmi í aðstöðu, tækifærum, virðingu og launum milli karla- og kvennaíþrótta víða um heim. Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, dósent og sviðsstjóri íþrótta- sviðs Háskólans í Reykjavík (HR), er í forsvari fyrir verkefnið Kynjajafnrétti í íþróttum. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að gera ítarlega úttekt á stöðu jafnréttismála í íþróttum hér á landi. Auk Hafrúnar standa að verkefninu Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR. „Þar erum við m.a. að skoða hvaða reglur gilda um jafnrétti kynjanna í íþróttum, hvort styrkt- araðilar leggi jafnréttisviðmið til grundvallar fjárveitingum og hver staða jafnréttismála sé innan íþróttafélaga og sambanda hérlendis.“ Rannsóknin hófst árið 2016 og nú þegar hafa verið haldin málþing og ráðstefna um efnið þar sem niðurstöður hafa verið kynntar. Einnig er búið að gefa út eina grein og önnur er í rit- rýni. Um þessar mundir er hópurinn að taka viðtöl við lykilaðila í íþróttamálum á Íslandi þar sem svörin verða þemagreind, að sögn Hafrúnar. Mætti vera betri En hvernig skyldi Hafrún meta stöðuna núna þegar kemur að kynjajafnrétti í íþróttum? Hafrún segir það í raun fara alveg eftir því hvaða gleraugu séu sett upp þegar þeirri spurningu er svarað auk þess sem máli skipti til hvaða svæða sé horft og til hvaða íþróttagreina. „Ef við skoðum stöðuna á heimsvísu mætti hún vera betri. Það er t.d. hróplegt ósamræmi í aðstöðu, tækifærum, virðingu og launum milli karla- og kvennaíþrótta víða um heim. Samt eru skref tekin í rétta átt nánast á hverjum degi. Síðasta Heimsmeist- aramót kvenna í fótbolta var t.d. afar jákvætt og vonandi verð- ur það til að hreyfa við stórum aðilum innan þessarar stærstu íþróttar í heimi.“ Þegar kemur að Íslandi er þó staðan miklu betri að sögn Hafrúnar þótt hún sé enn ójöfn. „Mér finnst lykil- aðilar innan íþróttahreyfingarinnar allir af vilja gerðir og a.m.k. sumir fjölmiðlar. En betur má ef duga skal og þar bera allir ábyrgð, karlar sem konur.“ Foreldrar virði íþróttir barnanna Hafrún segir hægt að breyta þessu ójafnvægi á ýmsa vegu. „Foreldrar geta verið vakandi og þrýst á sama aðbúnað fyrir kynin, þeir geta boðið sig fram í ráð og nefndir en fyrst og fremst þurfa foreldrar að bera jafnmikla virðingu fyrir íþróttum stráka og stelpna.“ Styrktaraðilar, fjölmiðlar, ríki og sveitarfélög geta einnig gert kröfur. „Styrktaraðilar geta t.d. séð til þess að verðlaunafé sé Jafnir styrkir til stráka og stelpna

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.