Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI Hvað veldur því að börn vilja halda áfram í íþróttum? Þetta skoðaði Benjamín Freyr Oddsson í lokaverkefni sínu í meistaranámi í íþróttasálfræði í Skotlandi. Það kom honum á óvart að ungum iðkendum er annt um bæði eigin vellíðan og annarra. Líka kom honum á óvart hversu mikil truflandi áhrif símar og raftæki hafa á unglinga og að þeim finnst gott að stunda íþróttir því að þá losna þau við áreitið. Í verkefni sínu ræddi Benjamín við sjö börn af báðum kynjum í íþróttum í tveimur hópviðtalstímum. Auk þess tók hann viðtöl við hvern og einn þátttakanda. Að viðtölunum loknum skoðaði Benjamín hvort mynstur væri í svörunum. Hvað kom þér helst á óvart í viðtölunum við þátttakendur? Það hefur lengi verið talað um að skemmtun og ánægja í íþróttum sé mikilvægasti þátturinn í því að viðhalda íþrótta- iðkun barna og unglinga. En það kom mér á óvart hvað þessi hugtök eru víðtæk og hafa mismunandi merkingu frá einum iðkanda til annars, þótt í raun og veru virðist öll svörin eiga sér rætur í líkamlegu heilbrigði og andlegri vel- líðan. Það var mikið gleðiefni að komast að því hve með- vitaðir unglingarnir eru um andlegan líðan, bæði sína eigin og annarra, hversu annt þeim er um hana og hversu mikilvægt það er þeim að öðrum líði vel. Eru ástæðurnar eitthvað langt frá því sem þú bjóst við? Því má svara bæði játandi og neitandi, eins villandi og það kann að vera. Miðað við fyrri rannsóknir var nokkuð gefið að skemmtun og ánægja væri miðpunkturinn í þessu öllu. En það var fróðlegt að átta sig á hvað það er sem iðkend- um finnst leggja grunninn að því að íþróttin sé skemmtileg og að hún stuðli að ánægju meðal þeirra. Eitt atriði af fleir- um, sem maður hafði í raun ekki leitt hugann sérstaklega að, er notkun síma og annarra raftækja í íþróttum. Þá á ég við hvernig og hversu mikil áhrif þessi tæki hafa á unglinga með öllu því áreiti frá samskiptamiðlum sem þeim fylgir og hve mikill léttir er að því að komast frá þessu stöðuga áreiti þótt ekki sé nema í smátíma. Það var líklega sú niðurstaða sem ég hafði síst búist við enda eru ekki margar rannsóknir til um áhrif raftækja á börn og unglinga í íþróttum. Íþróttir styrkja vinatengsl

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.