Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 41
 SKINFAXI 41 20.000 Næturhlaup og fræðsla um lýðheilsu Boðið var upp á fjölda viðburða af ýmsum toga víða um land í Hreyfiviku UMFÍ. Hér skulu nokkrir nefndir: • Opna Bose-hlaup Origo og Hafnarfjarðarbæjar sem var haldið í tengslum við Hreyfiviku UMFÍ. • Fyrirlestrar í Borgarnesi um mikilvægi þolþjálfunar, börn sem fyrirmyndir og fræðsla um líkamsvitund. Vina- æfing og frjálsum og fjölskyldujóga í Skallagrímsgarði. • Keppni um að taka sem flestar sjálfur við Fardagafoss á Fljótsdalshéraði. • Kvenfélag Grindavíkur bauð upp á 3,2 kílómetra göngu inn í Selskóg og gróðursetningu sumarblóma við minnisvarða Ingibjargar Jónsdóttur. Hreyfivika UMFÍ hefur verið haldin árlega frá árinu 2012. Hún er samevrópskt verkefni. Þetta árið var bryddað upp á nýjungum þar sem grunnskólar kepptu sín á milli og hvöttu aðra til að finna upp- áhaldshreyfingu sína. Hreyfivika UMFÍ fór fram dagana 28. maí – 4. júní á þessu ári. Vikan hefur fest sig víða í sessi og fjölmargir boðberar hreyfingar um allt land hafa unnið ötullega að því að kynna kosti þess fyrir landsmönnum að hreyfa sig reglulega. Allt frá fyrsta ári hafa 20.000 þátttakendur í Hreyfiviku UMFÍ boðberar hreyfingar, sjálfboðaliðar víða um land, séð um að brydda upp á alls konar hreyfitengdum verkefnum og ýmist fá aðra til að hreyfa sig, komast í kynni við hreyfingu sem þátttakendur gætu hugsað sér að leggja rækt við eða fræðast um hreyfingu og lýðheilsu. Þátttakendum í Hreyfiviku UMFÍ gafst jafnframt kostur á að taka mynd af sér við ýmiss konar hreyfiverkefni, merkja myndirnar með myllumerkinu #minhreyfing og áttu þess kost að vinna veglega vinninga frá 66° Norður og Ölgerðinni. SKÁTAR BREGÐA Á LEIK Hreyfivika UMFÍ var ekki sett með formlegum hætti. Þess í stað náði fjöldi viðburða sem hitað var upp í, í aðdraganda vikunnar, hámarki þegar vikan hófst. Í Reykjanesbæ var viðburður við skátaheimili Heiðarbúa við Hringbraut og á túninu á bak við skrifstofu sýslu- manns. Fjöldi ungmenna tók þátt í viðburðinum. SUNDKEPPNI MEÐ BREYTTU SNIÐI Sundkeppni sveitarfélaganna er einn liður í Hreyfiviku UMFÍ. Sund- keppnin hefur verið haldin frá árinu 2015 en féll niður árið 2018. Í ár var sundkeppnin endurvakin en með nýjum áherslum. Í stað þess að hvert sveitarfélag keppti um flesta metra var keppt í hverri sundlaug fyrir sig. Það voru 26 sundlaugar sem tóku þátt, í 20 sveit- arfélögum. Sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri fór með sigur af hólmi þetta árið með 264,8 metra synta á hvern íbúa í bæjarfélaginu. STARFSFÓLK LYFJU TÓK Á ÞVÍ Í Hreyfivikunni var lögð áhersla á að fá fyrirtæki til að taka þátt í henni. Lyfja og Orka náttúrunnar tóku virkan þátt í atburðinum og brydduðu boðberar hreyfingar hjá fyrirtækjunum upp á ýmsum við- burðum til að hvetja samstarfsfólk sitt til þess að hreyfa sig. Fleiri fyrirtæki hafa lýst yfir vilja til þátttöku á næsta ári. „Þetta leggst mjög vel í mannskapinn. Það er gott að taka svolítið á því og hreyfa sig í Hreyfiviku UMFÍ. Það er hvatning til starfs- manna og eflir starfsandann,“ sagði Þorsteinn Hjörtur Bjarnason aðstoðarlyfjafræðingur í Lyfju við Smáratorg, sem var boðberi fyrir- tækisins í Hreyfivikunni. Starfsfólkið gerði 100 þrekæfingar af ýms- um toga á hverri vakt, svo sem armbeygjur, hnébeygjur og fleira. Á Selfossi fór starfsfólk í göngutúra eftir vinnu, lærði taekwondo og fékk fræðslu um jóga og fleira í hádeginu. Hvað er Hreyfivika UMFÍ? UMFÍ hefur síðastliðin sjö ár tekið þátt í evrópskri lýðheilsu- herferð undir nafninu Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ. Markmið verkefnisins er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sýna að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfir sig reglulega. Eitt af markmiðum verkefnisins er að kynna kosti þess að taka reglulega virkan þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna uppáhaldshreyfingu sína og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega. Boðberarhreyfingar 90Viðburðir 200Þátttakendur 20.000 Bæjarfélög 40

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.