Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI „Við fórum í sund og ratleiki í kringum húsið og fórum líka í íþróttahúsið. Þetta var gaman,“ sagði Elín Dís, eitt þeirra barna sem dvöldu í sumarbúðum Íþróttasambands fatlaðra á Laugar- vatni í sumar. Búðirnar hafa verið fastur liður í sumarstarfi fatl- aðra fyrir 18 ára og eldri í um þrjá áratugi og hefur ávalt verið dvalið í gömlu Íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Í júní í sumar bauð Íþróttasamband fatlaðra í fyrsta skipti upp á ævintýra- og íþróttabúðir fyrir börn og ungmenni 10–14 ára, þ.e.a.s. börn sem fædd eru á árunum 2005 til 2009. Um tilraunaverkefni var að ræða sem naut styrks frá velferðarráðu- neytinu. Mikil ánægja var með tilraunina og þykir mjög líklegt að börnunum standi þessar búðir aftur til boða næsta sumar. Ævintýri í nýjum ungmennabúðum á Laugarvatni

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.