Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.2019, Blaðsíða 27
 SKINFAXI 27 Hvenær fórstu í lýðháskóla og hvert? Ég flaug út þann 5. janúar 2019 og skólinn er rétt hjá Slagelse á Sjálandi. Hvað varstu lengi? Ég var í tvo mánuði, janúar og febrúar. Síðan flaug ég heim 5. mars. Hefur þig langað til að fara í skóla í útlöndum? Fyrir þessa ferð hafði mig aldrei langað sérstaklega út til að læra. Núna stefni ég á að taka mastersnám í Danmörku. Ástæðan fyrir því er sú að systir mín, vinur minn og makar þeirra munu búa í Danmörku. En að sjálfsögðu hefur þessi ferð einnig haft mikil áhrif á viðhorf mínu gagnvart námi í öðru landi. En af hverju lýðháskóli? Þegar ég var nýbúinn með stúdentspróf langaði mig til að taka smá pásu áður en ég færi í háskóla til að finna aðeins betur út hver ég væri sem persóna og hvað ég vildi virkilega læra í háskóla. Síðan er maður líka bara á aldri til að gera eitthvað svona. Það var að mínu mati aðallega um tvennt að velja, lýðháskóla eða heimsreisu og ég valdi lýðháskólann. Af hverju þessi tiltekni skóli? Tveimur árum áður en ég fór í lýðháskólann spurði Daníel Freyr Elíasson, fyrrum parkourþjálfarinn minn, hvort ég væri til í að fara með honum á parkournámskeið í Gerlev. Ég hafði aldrei áður heyrt um þann stað. Þá heyrði ég í fyrsta skipti um Gerlev og var síðan með skólann í augsýn. Hvernig var í skólanum? Hrein snilld! Ef það er eitthvað sem ég mæli með þá er það lýð- háskóli. Það er erfitt að lýsa upplifuninni en í skólanum kölluðum við hana „højskole“ og já, það þýðir bara lýðháskóli á dönsku en samt sem áður vissu allir í skólanum um dýpri merkingu orðsins. Það er þessi tilfinning þar sem manni finnst maður eiga stað í ver- öldinni. Síðan var oft sagt ef einhver hjálpaði öðrum eða var ein- faldlega góður við félagann: „Svona er skólinn!“ Í því fólst að vera góður og bjóða alla velkomna. Það var tilfinningin. Manni fannst maður alltaf vera velkominn. Var auðvelt að kynnast nýju fólki í skólanum? Já, mér fannst æðislegt hversu létt það var að kynnast nýju fólki og eignast nýja vini! Eftir fyrstu tvær vikurnar leið mér eins og að ég gæti bæði talað við nær alla í skólanum og litið á þau sem vini mína. Er erfitt að komast í lýðháskóla? Alls ekki. Ef þú ert með peningana til þess og sækir um áður en skólinn fyllist kemstu inn, engar reglur, bara fyrstir koma fyrstir fá. Alla vega var það þannig í Gerlev. Hvað kom á óvart? Hvað manni fannst maður vera velkominn strax. Ég man hvað það var stressandi að fara til útlanda frá heimalandi sínu og búa í skóla í tvo mánuði þar sem ég þekkti engan. Samt sem áður kom þessi „højskole“-tilfinning strax eftir fyrstu vikuna. Lærðirðu eitthvað nýtt? Já, ekki spurning! Ég prófaði á þessum tveimur mánuðum CrossFit, fimleika, natural movement, snjóbretti, gönguskíði, klifur og margt fleira. Maður var alltaf að prófa og læra nýjar íþróttir, að átta sig á hvað líkami manns gæti gert og hvar maður gæti bætt sig. Það er enginn vafi að þetta er ein af bestu leiðunum til að læra á líkama sinn, þ.e. að fara í íþróttalýðháskóla. Síðan lærði ég að sjálfsögðu hvernig samvinna, traust og vinátta eru höfuðstuðlar góðs samfélags. Ég lærði hvernig gott samfélag er byggt upp og reyni mitt besta að rækta þessa stuðla í daglegu lífi mínu. Langar þig í lýðháskóla? UMFÍ hefur um árabil styrkt ungt fólk sem hyggur á nám í lýðháskóla í Danmörku. Markmið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn en líka tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menn- ingu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið. Styrkirnir eru greiddir út eftir á, þ.e. í júlí. Til þess að uppfylla kröfur um styrkinn þurfa umsækjendur að skila tveimur verkefnum. Umsóknarfrestur er í september ár hvert fyrir haustönn og fyrir heilt ár. Umsóknarfrestur fyrir vorönn er alltaf í janúar. Ítarlegri upplýsingar á vef UMFÍ undir liðnum „umsóknir og sjóðir.“ Eins og sjá má á myndunum hér að ofan var námið í lýðháskólanum einkar líflegt og fjölbreytt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.