Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2019, Page 9

Skinfaxi - 01.02.2019, Page 9
 SKINFAXI 9 Stefnt að því að leigja hús Ungmennabúða UMFÍ undir aðstöðu fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þegar engin starfsemi er í húsinu, þ.e. um helgar og á sumrin. Áhugasamir geta haft samband í gegnum netfangið ungmennabudir@umfi.is. Nánari upplýsingar eru á ungmennabudir.is Ungmennabúðir UMFÍ hófu starfsemi að Laugum í Sælingsdal árið 2005 og hafa nemendur í 9. bekk grunnskóla af öllu landinu komið þangað til dvalar í vikutíma á hverju skólaári. UMFÍ var með húsnæðið á leigu fram í maí á þessu ári en ákvað að endurnýja leigusamninginn ekki þar sem Dalabyggð, sem á húsin, ákvað fyrir nokkru að selja þau. Þegar ákveðið var að flytja starfsemina hafði stjórn UMFÍ augastað á gömlu Íþróttamiðstöðinni á Laugar- vatni, sem hafði staðið auð í nokkur misseri eftir að Háskóli Íslands ákvað að flytja íþróttafræðinám þaðan til Reykjavíkur. UMFÍ og Bláskógabyggð gerðu samning og gengu saman í heilmikla endurnýjun á húsinu. Á hverju skólaári hafa um 2.000 nemendur 9. bekkjar dvalið í Ungmennabúðum UMFÍ. Frá og með þessu skólaári dvelja þeir að Laugarvatni og má búast við heilmiklu lífi í kringum Íþróttamiðstöðina í vetur.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.