Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 6
6 S K I N FA X I Skinfaxi 2. tbl. 2021 Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), hefur komið út samfleytt síðan árið 1909. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagn goð- sagnaverunnar Dags er ók um himin- hvolfið í norrænum sagnaheimi. R I TST J Ó R I Jón Aðalsteinn Bergsveinsson. Á BY R GÐA R M A Ð U R Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. R I T N E F N D Gunnar Gunnarsson, formaður, Annas Jón Sigmundsson, Eiður Andri Guðlaugs- son, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sigurð- ur Óskar Jónsson og Soffía Meldal. P R E N T U N Litróf. L J ÓS MY N D I R Ívar Sæland, Eyþór Árnason, Gunnar Gunnarsson, Ásgeir Metúsalemsson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson,Haraldur Jónasson, Jón Aðalsteinn Bergsveins- son, Oscar Rybinski, Davíð Þór Guð- laugsson, Tjörvi Týr Gíslason o.fl. UM BR OT O G H Ö N N U N Indígó. P R Ó FA R KA L E ST U R Helgi Magnússon. AU GLÝS I N GA R Hringjum. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík sími: 568 2929 umfi@umfi.is - www.umfi.is ST J Ó R N UM F Í Haukur Valtýsson, formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson, varaformaður, Sigurður Óskar Jónsson, ritari, Guðmund- ur G. Sigurbergsson, gjaldkeri, Ragnheið- ur Högnadóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi, og Gunnar Þór Gestsson, meðstjórnandi. VA R AST J Ó R N UM F Í Hallbera Eiríksdóttir, Lárus B. Lárusson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Gissur Jónsson. UM F Í Ungmennafélag Íslands, landssamband ungmennafélaga á Íslandi, var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambands- aðilar UMFÍ eru 28 talsins sem skiptast í 21 íþróttahérað og 7 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 450 félög innan UMFÍ með rúmlega 270 þúsund félagsmenn. STA R FS FÓ L K UM F Í Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki), Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verkefna- stjóri, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari, Gerða Jóna Ólafsdóttir, verkefnastjóri og Sabína Steinunn Halldórsdóttir verkefna- stjóri. Starfsfólk í Ungmennabúðum á Laugarvatni: Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður, frístundaleiðbeinendur og tómstundafræðingar: Þorsteinn Hauksson og Soffía Margrét Sigurbjörns- dóttir, Ingveldur Gröndal og Halldóra Kristín Unnarsdóttir. Joanna M. Winiecka, eldhús og ræstingar. Jörgen Nilsson er í tímabundnu leyfi. „Það er ekki mikið í boði fyrir fólk í þessu litla samfélagi. Á sumum stöðum er fátt annað í boði fyrir börn en að fara með mömmu og pabba í vinnuna, sinna heimanáminu eða vera inni í svokölluðum „skjátíma“. Við fullorðna fólkið getum alveg kennt okkur sjálfum um hvernig þetta er orðið. En nú ætlum við að gera eitthvað og mér skilst að það sé auðveldara að gera það undir merkjum félags,“ seg- ir Róbert Karl Boulter, formaður Íþróttafélagsins Þingeyings. Félagið var stofnað í byrjun júní á þessu ári. Félagssvæði þess er Öxarfjörður. Félagið tek- ur við hlutverki þriggja gamalla ungmennafélaga og sameinar íþróttastarf á öllu svæðinu í einu félagi. Markmið félagsins er sam- kvæmt lögum þess iðkun íþrótta og hvers konar félagsstarf sem kemur félagsmönnum til góða. Aðdragandinn að stofnun Íþróttafélagsins Þingeyings er nokkur. Fyrsti fundur um málið var haldinn haustið 2019 og síðan voru haldnir nokkrir fundir með forsvarsmönnum ungmennafélaga við Öxarfjörð. Í júní var svo aðalfundurinn haldinn þar sem Róbert var kosinn formaður ásamt öðrum í stjórn. Fólk vill gera eitthvað saman Róbert segist ekki hafa mikinn áhuga á félagsstörfum og í raun litla þekkingu á þeim. En þeim mun meiri áhuga á að láta hluti gerast og koma starfi félagsins í gang. „Stofnun félags hjálpar til enda opnar það fleiri dyr og möguleika,“ segir hann. „Hvatinn að stofnun íþróttafélagsins var að opna fólkinu sem býr á svæðinu aðgang að þeim rýmum sem við höfum nú þegar til íþróttaiðkunar, búa til grunn fyrir fólk á svæðinu til að hittast og gera eitthvað annað saman en að vinna stanslaust. Svo hefur ekki Íþróttafélagið Þingeyingur – Nýtt félag í Öxarfirði Tvö ár eru síðan nokkrir Öxfirðingar fóru að skoða stofnun nýs félags sem myndi taka yfir starfsemi óvirkra ungmennafélaga í byggðarlaginu. Formaður Íþróttafélagsins Þingeyings segir fólk vilja gera eitthvað fleira en að vinna og horfa á sjónvarpið. Margar sameiningar í gegnum tíðina Íþróttafélagið Þingeyingur tekur við starfsemi ungmenna- félagsins Leifs heppna og félaganna Umf. Snartar og Umf. Öxfirðinga, sem voru bæði óvirk. Þingeyingar þekkja reynd- ar ágætlega til sameiningar félaga og hreinsunarstarfs í íþróttalífinu. Sem dæmi má nefna að Umf. Núpsveitunga og Umf. Neisti sameinuðust árið 1974 undir nafninu Umf. Snörtur. Íþróttafélagið Þingeyingur á aðild að Héraðssambandi Þingeyinga (HSÞ), sem varð til við sameiningu Héraðssam- bands Suður-Þingeyinga (HSÞ) og Ungmennasambands Norður-Þingeyinga (UNÞ) árið 2007. neitt verið í boði fyrir börn hér á svæðinu síðastliðin tvö sumur.Það er þess vegna gaman að búa til grundvöll fyrir starfsemi í íþrótta- húsinu, bæði fyrir börn og fullorðna, sem kannski vilja bara hittast og dansa eða fara í „snúsnú” einu sinni í viku. Það væri nóg,“ segir Róbert sem vinnur nú að því ásamt stjórn félagsins að kynna starf- semina fyrir sveitarstjórn og afla styrkja fyrir framtíðina. En hvað verður í boði? „Við vorum með íþrótta- og leikjaæfingar í sumar og hugmyndin er að hafa það aftur. Í íþróttahúsinu í Lundi er líka lítill klifurveggur. Það er áhugi á að nota hann en við þurfum að fjárfesta í öryggis- beltum fyrir litla líkama. Sjálfur hefur ég æft göngu á línu (e. slack- line) og get vel hugsað mér að bjóða upp á þá íþrótt í íþróttahús- inu í Lundi,“ segir Róbert að lokum. Ungir iðkendur hjá Íþróttafélaginu Þingeyingi í Öxarfirði. Róbert Karl Boulter, formaður Íþróttafélagsins Þingeyings.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.