Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 13
 S K I N FA X I 13 Trillustjórinn Dóra Fólk á sér leyndar og oft stór- skemmtilegar hliðar. Það á líka við um Dóru. Hún hefur getið sér gott orð sem uppistandari og hefur hitað upp fyrir Ara Eld- járn. Hún lumar á pungaprófi og vélstjóraréttindum frá Stýri- mannaskólanum, sem hún fór í árið 2011. Nú er hún með rétt- indi til að stýra 24 metra báti. Foreldrar Dóru eiga útgerðina Andrann, sem gerir út sam- nefnda trillu á strandveiðar frá Rifi. Dóra fór fyrst á grásleppu- veiðar með föður sínum en hef- ur ekki getað sleppt úr sumri á strandveiðum síðastliðin tíu ár. „Þetta er alveg geggjað,“ segir hún. „Fyrir mér er sumarið komið þegar ég fer á sjóinn.“ Fær nemendur til að stíga út fyrir þægindarammann „Þetta verður seint talið leiðinlegt starf. Það er svo áhugavert að hjálpa ungu fólki að stíga út fyrir þægindarammann, kenna krökk- unum að koma fram og efla sig í samskiptum. Það er kannski vand- ræðalegt og erfitt en er svo mikilvægt fyrir fullorðinsárin,“ segir Kópavogsbúinn og tómstunda- og félagsmálafræðingurinn Ing- veldur Gröndal. Hún útskrifaðist úr námi í sumar og byrjaði að vinna í Ungmennabúðum UMFÍ nú í haust. Ingveldur er hæstánægð með að fá vinna við það sem hún lærði strax eftir útskrift. Hún viðurkennir reyndar að hún sé enn að fóta sig og máta í starfið en um leið fái hún tækifæri til að nýta færni sína til að kenna ungmennunum. „Nám mitt nýtist 150% á Laugarvatni. Nemendurnir halda mér á tánum því að ég þarf alltaf að vera að velta því fyrir mér hvernig hægt er að gera kennsluna skemmtilega. Það skiptir líka máli að námið sé áhugavert því að nemendunum finnst sumt vandræðalegt og svolítið erfitt, sérstaklega að koma fram,“ segir hún. Þetta er allt saman áskorun,“ segir Ingveldur sem er jafnframt er þjálfari hjá ráðgjafarfyrirtækinu Kvan og þjálfar þar börn og unglinga. „Þetta er mín hilla og ég er mætt á hana,“ bætir Ingveldur við. Ákvað að gera allt það jákvæða í COVID-faraldrinum Stór hluti af háskólanámi Ingveldar fór fram í skugga COVID-farald- ursins og einkenndist af heimanámi og fjarnámi á samskiptaforrit- um. Hún lét það hins vegar ekki draga sig niður. Þvert á móti er hugarfar Ingveldar slíkt að hún sér það jákvæða í öllu. Hún ákvað því að gera allt það jákvæða í COVID að meginefni lokaritgerðar sinnar við Háskóla Íslands. „Ég var orðin þreytt á neikvæðu fréttunum og ákvað að fara aðra leið, óskaði eftir jákvæðum frásögnum frá fólki, bjó til Facebook- síðu og Instagram-síðu þar sem fólk gat skrifað sögu sína. Mig langaði einfaldlega að búa til eitthvað sem varðveitir það jákvæða sem kom út úr COVID. Ég fékk góð viðbrögð,“ segir hún og bætir við að auðvitað hafi margt verið leiðinlegt við COVID. En margt jákvætt hafi líka komið út úr faraldrinum. „ Við þurftum að vera meira heima, breyta lífi okkar, verða heil- brigðari, eiga í meiri rafrænum samskiptum og svo má lengi telja. Og nú sér fólk að það getur unnið heima og metur samveruna meira með öðru fólki,“ segir hún. • Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni eru fyrir nem- endur af öllu landinu sem eru í 9. bekk grunnskóla. • Um 2.000 nemendur dvelja í búðunum á hverju skólaári. • Nemendur eiga mögu- leika á að dvelja í búðun- um frá mánudegi til föstu- dags við leik og störf. • Markmiðið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikil- vægi þess að hafa heil- brigðan lífsstíl að leiðar- ljósi. Dóra fer á sjó á hverju sumri á trillunni Andranum frá Rifi á Snæfellsnesi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.