Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 39
 S K I N FA X I 39 Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður fékk á þessu ári styrk úr fræðslu- og verkefnasjóði til þess að láta semja afmælisrit í tilefni af því að öld er nú liðin frá stofnun félagsins. Einar Hafliðason, gjaldkeri Umf. Þor- steins Svarfaðar, segir verkefnið komið vel af stað. Því stýri sagnfræð- ingarnir Þórarinn Hjartarson og Margrét Guðmundsdóttir. „Það hefur gengið vel að finna töluvert af þeim heimildum sem við höfum notað þar sem margar þeirra voru á Héraðskjalasafni Svarfdæla á Dalvík. Það er búið að skanna inn handskrifaðar fundargerðabækur sem var að finna á Héraðskjalasafninu, síðustu vikur og mánuði. Stjórnin átti svo til fundargerðabók frá 1962 sem geymdi miklar heimildir. Félagið gaf út handskrifað tímarit á upphafsárum sínum og í því er töluvert af efnum og heimildum að finna,“ segir Einar. Í afmælisritinu verður saga félagsins rakin og verður mikil áhersla lögð á félags- og menningarmál. „Umf. Þorsteinn Svörfuður var ekki stofnað á sínum tíma utan um íþróttir heldur var það vettvangur fyrir unga fólkið til að koma saman, halda málfundi og spjalla. Ungmennafélag Svarfdæla á Dalvík hélt þá utan um íþróttirnar. Félagið kom til að mynda að gerð sundskála Svarf- dæla árið 1929 sem er talin vera ein fyrsta yfirbyggða sundlaug lands- ins og byggingu Þinghússins á Grund sem var um árabil þingstaður og félagsheimili Svarfdælinga,“ segir Einar og tekur fram að með þetta í huga megi segja að afmælisritið verði því ekki aðeins gert til að halda upp á 100 ára afmæli félagsins heldur líka til að varpa ljósi á Dalvík og sögu bæjarfélagsins. Í júlí 2020 óskaði félagið eftir ljósmyndum tengdum störfum félags- ins í gegnum tíðina, sem kunna að leynast í fórum fólks, til þess að setja í afmælisritið. Lítið hefur gerst í þeim efnum. Eitthvað er til af myndum en ekki mikið úr íþróttastarfinu frá því að félagið var í blóma. Sú leit er því enn í fullum gangi. Styrkurinn úr fræðslu- og verkefnasjóði hjálpaði mikið við gerð afmælisritsins, að sögn Einars. „Við erum nú búin að safna nægum fjármunum til þess að ritun geti farið í fullan gang og svo er bara að sjá til með útgáfu á ritinu og hvernig henni verður háttað,“ segir Einar hjá Umf. Svörfuði að lokum. Fræðslu- og verkefnasjóður fyrir félögin Úthlutanir úr fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ hafa aukist ár frá ári og náðu methæðum árið 2020. Allt stefnir í að árið í ár verði eins. Verk- efnin, sem hljóta styrk, eru af ýmsum toga en til þess ætluð að víkka sjóndeildarhring fólks í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni. Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ veitir styrki til félags- og íþrótta- starfs ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi. Úthlutun fer fram tvisvar á ári, 1. maí og 1. nóvember, og umsóknarfrestur er 1. apríl fyrir maí-úthlutun og 1. október fyrir nóvember-úthlutun. Í síðustu úthlutun voru 83 verkefni styrkt og á meðal þeirra voru fyrir- lesturinn Út fyrir kassann og verkefnið 100 ára afmælisrit Umf. Svarfaðar. Ungmennafélagið Þróttur í Vogum (UMFÞ) fékk vorið 2021 styrk úr fræðslu- og verkefnasjóði til þess að láta halda fyrirlesturinn Út fyrir kassann. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri UMFÞ, segir félagið hafa síðastliðin fimm ár haldið uppi fræðslu fyrir foreldra, iðkendur, stjórnarfólk og sjálfboðaliða á hverju ári. Í ár var Bjarni Fritzson feng- inn til að koma og vera hjá þeim í einn dag og vera með fræðslu fyrir 5. og 6. flokk karla með áherslu á það að vera góður liðsfélagi. Sama dag var fræðsla fyrir foreldra allra iðkenda hjá félaginu um hvernig væri best að styðja við barnið sitt í íþróttum. „Fræðsludagurinn heppnaðist frábærlega og góð þátttaka foreldra gerði gæfumuninn. Í vetur er stefnt að því að endurtaka leikinn með áherslu á stelpurnar í sömu flokkum,“ sagði Marteinn Ægisson, fram- kvæmdastjóri UMFÞ. „Styrkurinn úr fræðslu- og verkefnasjóði kom að góðum notum þar sem erfitt er fyrir félag eins og okkar að fá fjármagn fyrir fræðslu. Þróttur hefur á hverju ári sótt um í sjóðinn og við nýtum við hann eingöngu til fræðslu félagsmanna og annarra Þróttara,“ sagði Marteinn að lokum. Út fyrir kassann í Vogunum Fengu styrk til að færa sögu ungmennafélagsins í letur Marteinn Ægisson (t.h.), kampakátur, með Hermanni Hreiðarsyni, þjálfara knattspyrnuliðs Þróttar í Vogum. Framtíðarknattspyrnumenn hjá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.