Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 18
18 S K I N FA X I I ðkandi greindist smitaður af COVID-19 hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs í byrjun október 2020. Fyrsta smitið greindist á fimmtudegi. Annað var næsta dag og svo koll af kolli. Þau reyndust um 30 þegar yfir lauk. Fimm dögum eftir að fyrsta smitið greindist voru smitin orðin 70 sem tengdust félaginu. Á endanum voru þau orðin 200, sem rekja mátti til Hnefaleikafélags Kópavogs. Þetta varð á endanum stærsta hópsýking sem komið hafði upp í faraldrinum. Allt starf félagsins raskaðist, bæði hvað varðaði iðkendur og keppendur sem voru á leið á mót. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Ég var með æfingu á fimmtudags- kvöldi áður en smitið kom upp. Iðkandi hafði verið kvefaður í gimm- inu og ég sagði honum að mæta ekki á æfinguna. Eftir æfingu hringdi hann svo og sagðist hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Við brugðumst snöggt við og lokuðum öllu strax. Síðan Hefði viljað vita í hvern ætti að hringja Í kringum 30 smit komu upp hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs síðla árs 2020. „Verst var að fá neikvæð viðbrögð frá stjórn- endum annarra íþróttafélaga,“ segir Kjartan Valur, varaformaður félagsins. greindist annar og allt fór í háaloft,“ segir Kjartan Valur Guðmunds- son, varaformaður og einn af stofnendum Hnefaleikafélags Kópa- vogs. Kjartan Valur Guðmundsson, varaformaður Hnefaleikafélags Kópavogs ásamt syni sínum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.