Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 4
4 S K I N FA X I F jöldi kvenna hefur stigið fram síðustu mánuði og sagt frá grófu kynferðis- legu ofbeldi í íslensku samfélagi. Það sem slær fólk við frásagnirnar er að þetta eru ekki sögur af misheppnuðum bröndur- um eða viðreynslu. Þvert á móti eru þetta persónulegar sögur af grófu líkamlegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Því miður hefur stór hluti þessara frásagna borist úr íþróttahreyfingunni. Margar sögurnar eru ljótar, svo grimmi- legar, að í raun eru eðlileg viðbrögð utan- aðkomandi að loka augunum fyrir þeim. Á sama tíma er efast um sannleiksgildi þeirra og sárin sem þolandi hefur hlotið af ofbeldi. Líkamleg sár gróa fyrr en þau á sálinni. Þar lifa kaunin lengi. En þó vissulega megi efast um einstök mál – með sama hætti og hægt er að efast um allt á milli himins og jarðar – verður ekki litið fram hjá heildarmyndinni. Sögurnar af ítrekuðu og grófu kynferðislegu ofbeldi eru margar og ljótar. Við getum ekki lokað augunum fyrir því að íþróttafólk er því miður líka á meðal gerenda. Við verðum að hlusta! Enginn lærir neitt á augnabliki og þeirri menningu sem sögð er þrífast í búnings- klefa íþróttafélaga verður ekki breytt eins og hendi væri veifað. Hefðir og hegðun breytast í tímans rás. Þær mótast innan ramma, innan stefnumótunar og með þeim bjargráðum sem til staðar eru, fyrir þolend- ur ekki síður en gerendur. Við verðum að hlusta og hafa vitneskju um leiðirnar sem við, og í raun allir innan radíus ofbeldismála, þurfa að þekkja, til að vita hvert eigi að fara, hvert eigi að leiða málið og koma því í far- veg. Það versta fyrir alla, bæði þolendur og meinta gerendur, er að mál þeirra endi inn- an íþróttafélaganna sjálfra. Það eru verstu mögulegu aðstæðurnar til að greina mál af hvaða tagi sem þau kunna að nefnast. Svo ég nefni nú úrlausn mála og málalyktir. Öll úrvinnsla verður að vera utan félagsins, utan heimavallar og nærumhverfis. Að öðrum kosti er alltaf meiri hætta en minni á því að halli á hlut annars einstaklings í málinu – og hvorki er vissa fyrir því að sekt sé sönnuð né viðeigandi aðstoð í boði fyrir alla málsaðila. Vöndum okkur Það tekur tíma fyrir marga að átta sig á breyttri hugsun, breyttum viðmið- um og nýjum persónulegum mörk- um. Sú tíð er sem betur fer liðin að fólk þegi, loki augunum fyrir and- legu og líkamlegu ofbeldi sem það sjálft og aðrir verða fyrir og sætti sig við tárin í einrúmi. Ungmenna- og íþróttahreyf- ingin hefur þegar stigið mörg þung skref til að vinna bug á óæskilegri hegðun. Málum af öllum toga er mögulegt að vísa til Æskulýðsvettvangsins, sem hefur tekið við málum sem þessum síðastliðinn ára- tug, og til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, sem mennta- og menningarráðherra stofn- aði eftir fyrstu #metoo-bylgjuna árið 2018. Þangað getur íþróttafólk leitað með öll mál, af hvaða toga sem er. Veganesti inn í framtíðina Þessar leiðir eru dæmi um þær miklu fram- farir sem orðið hafa á undanförnum árum innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfing- arinnar. Við erum sífellt að læra af fortíðinni og bæta starfið fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Á þessu ári hefur staðið yfir umfangs- mikil stefnumótunarvinna innan UMFÍ og hefur hún verið unnin í nánum samræðum við sambandsaðila og aðildarfélög um allt land. Stefnan styður við fjölmörg umbóta- og samstarfsverkefni hreyfingarinnar og hvetur til samræmdra verkferla. Öðru fremur er stefna UMFÍ lif- andi skjal inn í framtíðina, stefna fyrir hvern og einn þar sem allir eru með. Þar sem allir geta tjáð sig og hlustað og trúað. Það er samfélaginu til góða. Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi í stjórn UMFÍ og fyrrverandi formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Efnisyfirlit 12 Uppistandari með skipstjórnarréttindi í Ungmennabúðum UMFÍ 18 Hefði viljað vita í hvern ætti að hringja – Hnefaleikafélag Kópavogs í Covid 32 Mikill lærdómur að vera sjálfboðaliði – Hjörleifur í Fjölni Leiðari Hlustum og lærum fyrir framtíðina 14 Einstakur árangur nágrannafélaga – Hamar og Þór Þorlákshöfn 6 Íþróttafélagið Þingeyingur 8 Borðhokkí er íþrótt fyrir alla 10 Miklar breytingar á styrkjaumhverfi íþrótta- og ungmennafélaga 11 Hrósa ungmennafélögum á Facebook 15 Bæjarbúar eiga liðið og gleðjast saman 16 Markmið okkar eru ekki bara íþróttaleg, heldur líka félagsleg 20 Ein viðbragðsáætlun fyrir allt íþrótta- og æskulýðsstarf 21 24 mál komu inn á borð samskipta- ráðgjafa árið 2020 21 Mörg félög eru að fara betur yfir reglurnar 22 Mikill áhugi á námskeiðinu Verndum þau 23 Brot geta haft áhrif á félagasamtök 24 Ein tilkynning er einni of mikið 25 Málum fjölgaði mikið milli ára 26 Hver er staðan innan UMFÍ? 29 Þúsundir krakka skemmta sér í Skólablaki 30 Nýtt fólk hjá sambandsaðilum UMFÍ 34 Það sem íþróttir hafa gefið mér 36 Vill að skólar byrji seinna á morgnana 39 Fræðslu- og verkefnasjóður fyrir félögin 41 Hlakkar til að skipuleggja mótið í þriðja sinn 42 Börn eignast nýja vini í rafíþróttum 43 Ertu með góða hugmynd að verkefni?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.