Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 42
42 S K I N FA X I HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? „Við ákváðum að taka þetta alla leið í upp- hafi og vorum stórhuga, því við vissum að rafíþróttir væru málið. Við sóttum um styrki, fengum lán, keyptum tölvur og eigum nú langflestar tölvur af rafíþróttadeildum lands- ins,“ segir Bjarni Sigurðsson, formaður raf- íþróttadeildar Íþróttafélagsins Þórs á Akur- eyri. Þetta er nýjasta deild félagsins og sú næststærsta innan félagsins á eftir knatt- spyrnudeildinni. Bjarni spilaði tölvuleiki á árum áður og báðir synir hans eru framarlega í greininni. Sjálfur hefur hann verið í stjórn Rafíþrótta- samtaka Íslands (RÍSÍ) og í stjórn fleiri deilda innan Þórs. Hann byrjaði að tala fyrir því að stofna rafíþróttadeild innan Þórs árið 2018 og ítrekaði það ári síðar. Í hvert sinn var bet- ur tekið í hugmyndina og úr varð að í febrú- ar 2020 var deildin svo stofnuð. Iðkendur eru tæplega 300, að sögn Bjarna. Það skýrist einkum af því að rafíþrótt- ir eru orðnar hluti af valgreinum í efstu bekkj- um grunnskóla á Akureyri. Verið er að prófa valið í einum hópi á miðstigi. Grunnskóla- nemendurnir eru um 180 af öllum iðkendum. „Þetta gerðist einfaldlega þannig að pílu- kastið var samþykkt sem val inn í skólana og ég náði að lauma rafíþróttunum með,“ segir Bjarni og bætir við að lögð sé áhersla á að iðkendur upplifi sig eins og annað íþróttafólk. „Við nálgumst þetta þannig að iðkendur í grunnskóla mæta í íþróttaklefa svo þau upplifi að þau eru hluti af félaginu. Þjálfari fer yfir mataræðið með þeim og fræðir þau um mikilvægi hreyfingar ásamt því að gera æfingar. Eftir það fara þau í tölvurnar.“ Börnin eignast nýja vini í rafíþróttum á Akureyri Aðstaða rafíþróttadeildar Þórs er í stúk- unni. Hún var áður nýtt sem geymsla. Bjarni segir gríðarlega eftirspurn eftir auðu sæti í rafíþróttadeildinni. „Það er allt fullt hjá okkur. Við erum að vinna í því að Rafíþróttadeild Þórs á Akureyri hefur sprungið út. Aðsóknin er gríðarleg og uppgangurinn hraður. Nú er svo komið að deildin er sú fjölmennasta á landinu og sú næststærsta innan íþróttafélagsins. Formaður deildarinnar segir foreldra iðkenda gríðarlega ánægða með framfarir barna sinna. • Rafíþróttadeild Þórs á 24 tölvur. Heildarkostnaður við hverja stöð er í kringum 400.000 kr. Kostnaðurinn liggur í öflugri tölvu, lyklaborði, mús, borði og góðum stól. • Þar sem rafíþróttir eru hluti af vali í grunnskóla eru engir leikir með eldri aldursviðmið í boði. Á námskeiðum þurfa foreldrar að samþykkja að iðkandinn megi spila leiki með hærra aldursviðmiði. • Æft er tvisvar í viku hjá Þór, í einn og hálfan tíma í senn. Í skoðun er að bæta einni æfingu við hjá eldri iðkend- um og auka hreyfingu. fjölga úrvali af tölvuleikjum og þjálfurum. Þeir eru ekki á hverju strái því að þeir þurfa að ráða bæði við hreyfingu iðkenda og kunna á tölvuhlutann,“ útskýrir Bjarni. Mömmurnar sjá um að svara Bjarni segir foreldra iðkenda afar ánægða með fyrirkomulagið. „Við höfum fengið of- boðslega fallega tölvupósta þar sem þeir segja frá framförunum sem börnin þeirra eru að taka í félagsstarfi og öðru. Ein mamm- an lýsti því fyrir mér með tárin í augunum hvað hún væri glöð þegar sonur hennar sagðist vera að fara í sund með vini sínum sem hann hafði hitt í deildinni. Hann átti ekki marga vini fyrir,“ heldur Bjarni áfram. Mæður iðkenda eru jafnframt helstu stuðn- ingsmenn rafíþróttadeildar Þórs. „Þegar gagnrýni kemur á deildina, á sam- félagsmiðlum eða annars staðar, sjá þær um að svara athugasemdum. Það sýnir að við erum á réttri leið,“ segir Bjarni. Bjarni Sigurðsson, formaður rafíþrótta- deildar Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.