Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 23
 S K I N FA X I 23 Brot geta haft áhrif á félagasamtök í áraraðir E ngin leið er að fyrirbyggja að krísa komi upp hjá félagasam- tökum. Krísa hjá einu félagi hefur neikvæð áhrif á önnur félög í þriðja geiranum. Af þeim sökum er mikilvægt að draga úr skaðanum og hafa skýra ferla um það hvað skuli gera fari allt á hliðina, að sögn prófessors í þriðja geiranum við banda- rískan háskóla. „Mjög mikilvægt er að fólk í stjórnum félagasamtaka þekki skyldur sínar, fari eftir lögum og reglum og hugi vel að því að rýra ekki eignir félagsins. Eins er mikilvægt að gagnkvæmt traust sé á milli stjórnar og framkvæmdastjóra og að hann upplýsi stjórn um öll mál,“ segir Jeannie Fox. Hún er prófessor í þriðja geiranum við Hamlin-háskóla í Minnesota og var í byrjun hausts gistifræðimað- ur við Háskóla Íslands. Jeannie hélt hádegiserindi um krísur og krísustjórnun félaga- samtaka í þriðja geiranum á vegum Vaxandi, miðstöðvar um sam- félagslega nýsköpun, Almannaheilla og félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands í september. Þar sagði hún frá dæmum um mis- alvarlegar krísur sem félagasamtök í Bandaríkjunum hafa lent í og viðbrögð stjórnenda félagasamtaka við krísuástandinu. Fylgist með rekstrinum Jeannie ræddi m.a. um að félagasamtök og óhagnaðardrifin fyrir- tæki séu mun algengari í heimalandi hennar, Bandaríkjunum, en hér á landi. Þeim sé hins vegar farið að fjölga hér. Fólk eigi engu að síður oft erfitt með að greina á milli óhagnaðardrifinna fyrir- tækja og einkarekinna. „Meginmunurinn er auðvitað sá að fyrirtæki í einkageiranum eru stofnuð til að skila eigendum hagnaði. Því er það ekki í óhagnaðar- drifnum rekstri,“ sagði hún og benti á að stór hluti heilbrigðisstofn- ana í Bandaríkjunum sé ekki lengur fjármagnaður af hinu opinbera heldur sé um óhagnaðardrifinn rekstur að ræða. Sama er hvert rekstrarformið er, stjórnendur geta alltaf farið út af sporinu. Þegar það gerist getur slíkt smitað út frá sér og svert orðspor annarra félaga. „Langflestir – 98% stjórnenda – fara að lögum og reglum. En vondu málin spilla ekki aðeins fyrir viðkomandi félagasamtökum heldur einnig öllum hinum sem vinna að svipuðum málum. Það getur tekið mörg ár að byggja ímyndina og traustið á félagasam- tökunum upp á nýjan leik. Þess vegna verður regluverkið að vera traust og stjórn og stjórnendur verða að fara eftir því. Þeir verða að hafa virkt eftirlit með nýtingu fjármuna félagasamtakanna og annarri starfsemi og tryggja að aðgerðaráætlanir séu til staðar verði reksturinn fyrir áfalli,“ sagði Jeannie Fox. Ráð Jeannie Fox 1. Upplýsið stjórnina. Mikilvægt er að gott samband og traust sé á milli framkvæmdastjóra og stjórnar félags. 2. Stjórnarmenn verða að fara að lögum og reglum. Gæta verður að því að aðgerðir þeirra rýri ekki eignir félagsins. 3. Setjið saman teymi sem hægt er að leita til ef áfall ríður yfir. 4. Verið undirbúin fyrir áfall og hafið tilbúna samskipta- áætlun sem miðar að því að halda rekstri félagsins gang- andi og upplýsa hagsmunaaðila. 5. Lærið af öðrum félagasamtökum. Samstarf og samræður skila árangri. 6. Hægt er að læra jafnmikið af vondum viðbrögðum og góðum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.