Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 8
8 S K I N FA X I
„Allir verða að prófa borðhokkí. Leikurinn er hraður, þátttakendur
þurfa virkilega að taka á því og hlusta vel á hljóðið til að vinna,“
segir Helga Hákonardóttir, formaður Íþróttafélagsins Aspar.
Félagið keypti borðhokkí, sem er stórskemmtilegur og hraður
leikur sem krefst þess að leikmenn treysti á góða heyrn frekar en
sjónina. Leikurinn er að mörgu leyti eins og nokkurs konar blanda
af þythokkí og borðtennis. Leikurinn er ætlaður blindum og er lítil
bjalla inni í boltunum sem leikið er með. Sjáandi keppendur geta
auðvitað líka tekið þátt með því að spila með bundið fyrir augun
eða með grímu svo að þeir sjái ekki hokkíkúluna.
„Við kynntumst borðhokkíi eftir að Sverrir Gíslason, varaformað-
ur Aspar, fór með son sinn á mót erlendis. Þar var verið að kynna
borðhokkí og hann heillaðist alveg upp úr skónum,“ segir Helga.
Farið var í að fjármagna kaup á slíku borði, sem kostar um tvö þús-
und evrur eða sem svarar til um 260 þúsundum íslenskra króna á
gengi dagsins auk flutningskostnaðar. Lýðheilsustofnun og félags-
málaráðuneytið styrktu kaupin fyrir tilstuðlan Íþróttasambands fatl-
aðra. Flutningur á borðinu hingað til lands var stór hluti af kostn-
aðinum, að sögn Helgu.
Borðið er nokkuð fyrirferðarmikið og hefur verið vesen að finna
varanlegt pláss fyrir það í íþróttahúsum. Því var tímabundið komið
fyrir í húsnæði Svansprents, þar sem Sverrir Gíslason starfar, á
meðan leitað er að varanlegri stað.
„Það má ekki verið mikill hávaði í kringum borðið því að kepp-
endur þurfa að heyra boltann þjóta. Samningaviðræður um stað-
setningu standa yfir og krossum við fingur til að þær gangi hratt
og vel fyrir sig,“ segir Helga og bindur vonir við að þegar hokkí-
borðið fær varanlegan stað sé ekkert því til fyrirstöðu að hefja
æfingar enda búið að finna þjálfara.
„Borðhokkí er ekki þekkt íþrótt hér á landi. Þjálfarinn þekkti ekki
íþróttina en er búinn að leggjast í þá vinnu sem þurfti eftir að borð-
ið kom til landsins. Hann er klár í slaginn,“ heldur Helga áfram og
hvetur fleiri íþróttafélög til að fjárfesta í borði sem þessu svo að
hægt verði að halda mót.
„Það geta allir æft íþróttir. Það þarf bara að finna réttu tólin og
aðlaga ef með þarf. Borðhokkíið er ein af þessum greinum, íþrótt
fyrir alla!“ sagði Helga að lokum.
Borðhokkí er
íþrótt fyrir alla
Íþróttafélagið Ösp hefur keypt hokkíborð fyrir blinda. Borðhokkí er snarpur og
skemmtilegur leikur sem krefst þess að fólk nýti önnur skilningarvit en sjón.
Íþróttafélagið Ösp í hnotskurn
• Foreldra- og kennarafélag Öskjuhlíðarskóla
stofnaði Íþróttafélagið Ösp á Þingvöllum
18. maí árið 1980 með stuðningi frá Íþrótta-
sambandi fatlaðra. Félagið er aðildarfélag
Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem er sam-
bandsaðili UMFÍ.
• Markmið Íþróttafélagsins Aspar er að standa fyrir íþróttaæfing-
um hjá félögum sínum, með sem fjölbreyttustum hætti, þeim til
heilsubótar og ánægju og þátttöku í íþróttamótum, þar sem
hæfni hvers og eins nýtur sín sem best.
• Iðkendur eru um 190 og boðið er upp á átta íþróttagreinar.
• Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, sem hafa áhuga á íþróttum,
sem æfðar eru hjá félaginu: sund, keila, frjálsar íþróttir, boccia,
fótbolti, nútímafimleikar og skautar.
Nokkur atriði um borðhokkí
• Borðhokkí heitir Showdown á ensku.
• Leikurinn á rætur að rekja til 7. áratugar síðustu aldar. Vinsældir
hans hafa aukist mikið eftir það.
• Borðhokkí er vinsæll leikur í Evrópu, Asíu, Afríku og Norður- og
Suður-Ameríku.
• Leikurinn er spilaður í 22 öðrum Evrópulöndum.
• Tveir geta spilað leikinn í einu. Hvor keppandi fær spaða til að
slá bolta sem í er lítil bjalla svo að leikmenn heyri hvar boltinn er
hverju sinni.
• Markmið leiksins er að slá boltanum ofan í mark andstæðings-
ins og safna stigum. Einnig er hægt að safna stigum á annan
hátt, svo sem ef boltinn fer út af hjá andstæðingnum, ef boltinn
stoppar lengur en tvær sekúndur og verður þannig hljóðlaus
hjá andstæðingnum eða ef andstæðingurinn snertir á sér augað
eða grímuna fyrir augunum án þess að biðja um sérstakt leyfi
fyrst. Leikirnir eru yfirleitt spilaðir í þremur umferðum. Sá sem er
fyrri til að ná 11 stigum, og vera með tveggja eða meiri stiga
mun, vinnur umferðina.
Búnaður fyrir borðhokkí.Eitt af nýju hokkíborðunum sem Íþróttafélagið Ösp hefur fest kaup á.