Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 11
 S K I N FA X I 11 Hrósa ungmennafélögum frá Langanesi á Facebook Alltaf er gaman þegar fólki er hrósað fyrir vel unnin verk. Í því felast þakkir fyrir góða vinnu en líka hvatning til allra um að leggja af mörkum, hvort heldur er innan íþróttavallar eða í félagsstarfi utan hans. Ekkert vantar upp á samstöðuna hjá Ungmennafélagi Langnesinga (UMFL) á Þórshöfn. Félagið er býsna virkt félag, bæði í íþróttum en líka á samfélagsmiðlum, sérstaklega Facebook. Gaman er að fylgjast með Facebook-síðu félagsins og má oft og tíðum lesa þar um árangur Langnesinga og þeirra sem hafa flutt á braut. Það er full ástæða til að hrósa Langnesingum fyrir virka, skemmtilega og hvetjandi Facebook-síðu. Vel gert! Nokkrir brottfluttir Langnesingar gera það gott Crossfittarinn Björgvin Karl Guð- mundsson átti heima á Þórshöfn fyrstu æviárin. Hann hefur, eins og alþjóð veit, gert það gott í CrossFit, nældi sér í 4. sætið á heimsleikunum í CrossFit árið 2021 og varð m.a. í 1. sæti í einni grein á leikunum. UMFL styður við sinn mann og á Facebook-síðunni er því lýst yfir að fólk hafi fulla trú á að hann nái 1. sæti á næstu heimsleikum. Guðmundur Snorri Sigurðsson er brottfluttur UMFL-ari og Íslands- meistari í rallýi. Á Facebook-síðu UMFL segir frá því þegar hann kom, sá og sigraði í fjallarallý helgina 7.–8. ágúst 2021. Keppendur komu frá Íslandi, Spáni, Frakklandi og Bretlandi auk liða frá Land-Rover. Keppnin var fimm sinnum lengri en tíðkast á Íslandi þar sem bæði reyndi á þol ökumanna og rallýakstur. „Þetta er því RISA SIGUR hjá okkar manni og óskar stjórn UMFL Gumma innilega til hamingju með stórglæsilegan sigur. ÁFRAM UMFL!“ segir á Facebook-síðu UMFL. Ungmennafélagar af Langanesi eru á fleiri stöðum. Til dæmis má horfa til Pepsí Max-deildar karla í fótbolta en þar spilar Adam Árni Róbertsson með Keflavík. Stjórn UMFL skrifar á Facebook-síðu félagsins að þau séu mjög stolt af honum og að Adam sé mikil fyrirmynd fyrir unga iðkendur í UMFL. En íþróttir eru ekki allt því að ung- mennafélög landsins tengjast leiklist nánum böndum. Það gleymist ekki hjá UMFL, sem óskar leikaranum Jóel „okkar” Sæmundssyni til hamingju með tilefningu til Eddunnar í ár í flokkn- um Leikari í aukahlutverki, í leikritinu Vesalings elskendur. Stjórnin segist í kveðju sinni viss um að hann mæti í búningi UMFL þegar hann tekur á móti verðlaununum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.