Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2021, Side 32

Skinfaxi - 01.02.2021, Side 32
32 S K I N FA X I „Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér rosa- lega mikið. En svo fær maður reynslu bæði í stjórnunarstörfum, viðburðastörfum og samningaviðræðum ásamt mörgu öðru,“ segir Hjörleifur Þórðarson, ritari stjórnar knattspyrnudeildar Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi. Hann mælir með því að fólk taki að sér sjálfboðaliðastörf, þótt ekki sé nema vegna tengslanetsins, sem gagnist mjög vel í daglegu lífi. Þann 5. desember ár hvert er haldið upp á dag sjálfboðaliðans. Það hefur verið gert frá árinu 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar tilnefndu daginn sem Alþjóðlegan dag sjálf- boðaliðans. Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á framlagi sjálfboðaliða í samfélaginu. Sjálfboðaliðastörf hafa verið uppistaðan í öllu starfi UMFÍ frá því að hreyf- ingin var stofnuð árið 1907. Sjálfboðaliða- starf felst oftast í því að einstaklingur legg- ur fram vinnu sína sjálfviljugur án þess að þiggja fyrir það laun. Þó að laun í formi peninga séu ekki þegin fyrir sjálfboðaliða- starf eru það oft launin í formi þakklætis sem eru svo gefandi og eitthvað sem fólk fær ekki alltaf fyrir launuð störf. Það er þó mis- jafnt eftir löndum og tíma hvernig sjálfboða- liðastörfin eru skilgreind. Víðtæk sátt er þó um þá skilgreiningu að sjálfboðin störf séu störf í þágu annarra en sjálfs sín og nánustu ættingja. Sjálfboðaliðastörf skipa stóran sess innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinn- ar. Ástæður fyrir því að fólk tekur þau að sér eru meðal annars þær að fólk getur kynnst öðrum foreldrum, þjálfurum, stjórnarmönn- um í félaginu og þannig fullnægt félags- legum þörfum sínum ásamt því að hjálpa félagi sínu til að ná settum markmiðum íþróttarinnar. En það eru ekki bara foreldr- ar og áhugafólk sem sinna sjálfboðaliða- störfum innan UMFÍ. Allir, sem sitja í stjórnum og nefndum UMFÍ, eru þar í sjálfboðavinnu og það sama á við um stjórnir og nefndir íþróttafélag- anna. Í stjórn UMFÍ sitja 11 einstaklingar. Mikill lærdómur að vera sjálfboðaliði Mörg þúsund sjálfboðaliðar koma að verk- efnum UMFÍ og sambandsaðila á hverju ári. Hjörleifur Þórðarson hjá Fjölni segir starfið gefa sér mjög mikið og mælir með því. Nefndir UMFÍ eru alls 17 talsins og í hverri nefnd sitja að meðaltali 7 einstaklingar. Fáir viðburðir yrðu haldnir ef ekki væri fyrir ósérhlífin störf sjálfboðaliða. Þessi störf eru líka góð leið til að læra leikreglur, hvernig rekstur félagasamtaka fer fram og einnig almenn félagsstörf. Auk þess eru þátttaka og stuðningur foreldra mikilvæg fyrir börn og ungmenni og auka líkur á að barnið haldi áfram að stunda íþróttir. Innan aðildarfélaga UMFÍ starfa hundruð sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir samfélagið. Án þess- arar miklu vinnu, sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum, færi hið góða og viðamikla starf innan aðildarfélaga UMFÍ ekki fram. Störf sjálfboðaliða eru því ekki aðeins ómet- anleg fyrir aðildarfélög UMFÍ, heldur eru þau ómetanleg fyrir íslenskt samfélag. „Það er mjög gaman að vera sjálfboða- liði og það er mikil skemmtun,“ heldur Hjör- leifur áfram og hvetur fólk til þess að gefa af sér og taka að sér sjálfboðaliðastarf. Hér er Hjörleifur, ásamt félögum sínum úr knattspyrnudeildinni, í getraunakaffi Fjölnis, sem þeir settu á laggirnar fyrir nokkrum árum. „Getraunakaffið gengur mjög vel. Fólk úr félaginu kemur þar saman á laugardagsmorgnum, fær sér kaffi, ræðir málin og tippar á leiki helgarinnar,“ segir Hjörleifur Þórðarson, sem á myndinni stendur við borðið.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.