Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 25
S K I N FA X I 25
Mikilvægt að tryggja öruggt
íþróttaumhverfi fyrir alla iðkendur
„Töluvert fleiri tilkynningar hafa borist eftir að KSÍ-málið kom upp,“
segir Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri jafnréttis- og ofbeldismála
hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR). Árið 2021 er einsdæmi mið-
að við fyrri ár. Talsvert fleiri mál koma inn á borð ÍBR á hverju ári.
Það má m.a. skýra með því að oftar eru nýtt tækifæri til að benda á
leiðir til að segja frá málum sem tengjast óæskilegri hegðun innan
íþróttahreyfingarinnar og skýra farveginn sem málin fara í.
Árið 2019 komu fjögur mál á borð ÍBR og níu í fyrra. Það sem af
er ári hafa hvorki fleiri né færri en 43 mál af ýmsu tagi borist ÍBR frá
aðildarfélögum íþróttabandalagsins. Alvarlegustu málin eru ýmist
tilkynnt til lögreglu eða barnaverndar.
Birta flutti athyglisvert erindi um aðgerðir ÍBR og leiðirnar fyrir
Birta hjá ÍBR:
Málum fjölgaði
mikið milli ára
Tölfræði það sem af er ári 2021
Fjöldi mála eftir tegund 2021
Andlegt ofbeldi 13 30%
Líkamlegt ofbeldi 8 19%
Kynferðislegt ofbeldi 9 21%
Kynferðisleg áreitni 7 16%
Einelti 4 9%
Annað* 2 5%
Samtals 43 100%
*Þau mál sem eru flokkuð undir annað eru ekki beint ofbeldismál,
heldur til dæmis sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaði eða annað þar
sem tekið er á máli.
Birta Björnsdóttir, verkefnastjóri jafnréttis- og ofbeldismála hjá
Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR).
þolendur á ráðstefnunni „Íþróttir fyrir alla“ í febrúar sl. Ráðstefnan
var hluti af Reykjavíkurleikunum. Birta sagði fatlað íþróttafólk oftar
þolendur kynferðisofbeldis en aðrir, hinsegin fólk og kynsegin og
fólk af erlendum uppruna ásamt afreksíþróttafólki sem geri allt til
að ná langt í sinni grein.
„Þetta viljum við ekki. Við viljum tryggja að allir verði í öruggu
íþróttaumhverfi,“ sagði Birta og lagði áherslu á að íþróttahreyfing-
in vilji fá öll mál upp á yfirborðið svo að iðkendur geti rætt um þau
og leyst frá skjóðunni ef svo ber undir.