Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 36
36 S K I N FA X I „Nú hefur verið ákveðið að færa klukkuna ekki. En þá er spurning hvort við getum fært hana til með því að breyta skólatímanum. Mig langar til að gera tilraun frá og með næsta hausti í einhverjum skól- um sem hafa áhuga og sjá hvort krökkum og kennurum líkar það að breyta skólatímanum,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Pæling þessa efnis kom upp á fjölmiðlafundi forvarnadagsins í Dalsskóla í byrjun október. Á deginum er lögð áhersla á andlega líðan ungmenna og horft á mikilvægi svefns. Borgarstjóri spurði þar fulltrúa ungmenna, sem staddur var á fundinum, hvenær skól- inn byrjaði. Fulltrúi nemenda svaraði því til að skólinn hefjist klukkan 8:30 á hverjum degi. Þegar nemendur voru spurðir að því hvenær þeir myndu vilja hefja skóladaginn sögðu þeir það vera á milli 9 og 10. „Við verðum að spá í þetta!“ svaraði Dagur og vísaði til þess sem Alma D. Möller landlæknir hafði sagt fyrr á fjölmiðlafundinum að klukkan gangi ekki alveg við skipulag samfélagsins. „Þá er bara spurning um að breyta því fyrir unglinga. Og reyndar á framhalds- skólastiginu líka. Þið megið pæla í þessu með mér.“ Fólk sefur of lítið Þau Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Alma D. Möller landlæknir hafa ýtt úr vör lýðheilsuátaki þar sem kastljósinu er beint að tengsl- um svefns við andlegt og líkamlegt heilbrigði. Svefninn er þar talinn lykilþáttur, sérstaklega fyrir ungt fólk. Vill að skólar byrji seinna á morgnana Landlæknir segir klukkuna ekki ganga í takt við skipulag samfélagsins. Ekki er hins vegar á dagskrá að breyta klukkunni á veturna og sumrin. Borgarstjóri segir því tilefni til að gera tilraun með að færa skóladaginn og láta kennslu hefjast seinna en áður. „Við vitum að svefn er undirstaða góðrar heilsu,“ sagði Alma en vakti um leið athygli á niðurstöðum kannana Rannsókna og greiningar á svefni grunnskólanemenda. Niðurstöðurnar bendi til að 44% nemenda í 8.–10. bekk sofi minna en þau ættu að gera. Lágmarkið sé sjö tíma svefn en ákjósanlegt sé að ungt fólk sofi í 8–9 klukkustundir á hverri nóttu. Landlæknir benti á samverkandi þætti svefns, andlegrar heilsu og líkamlegra þátta. „Þegar við sofum gerist gríðarlega mikið í líkamanum og heilan- um. Fólk verður duglegra, minnið batnar, svefn dregur úr kvíða og mörgu öðru,“ sagði Alma og benti á að nokkrir þættir geti dregið úr gæðum svefns, s.s. ef skjátæki eru notuð tveimur klukkustund- um áður en gengið er til náða, mikil koffínneysla, orkudrykkjanotk- un og margt fleira sem veldur því að börn og ungmenni sofa minna en áður. Þetta tengist því m.a. að 34% nemenda í 10. bekk grunnskóla drekka orkudrykki, samkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsókna og greiningar á þessu ári. „Þeim nemendum sem sofa verr, líður verr,“ sagði landlæknir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.