Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 29
 S K I N FA X I 29 Skólablak er nýtt verkefni Blaksambandsins og unnið í samstarfi við UMFÍ, ÍSÍ, CEV (Confederation European Volleyball), BeActive og blakfélög víða um land. Kristall er styrktaraðili verkefnisins, sem ýtt var úr vör í fyrsta sinn í október. „Þetta hefur gengið alveg frábærlega vel og krakkarnir og kennararnir eru hæstánægð,“ segir Elsa Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Blaksam- bandinu, en hún og Óli Þór Júlíusson, mótastjóri Blaksambandsins, hafa ferðast um landið og stýrt Skólablakinu. Skólablakið er splunkunýtt verkefni á landsvísu sem stefnt er á að halda á hverju ári næstu fjögur árin í samstarfi við við íþróttahreyfinguna og Kristal. Viðburðurinn er haldinn í stórum íþróttahúsum víða um land og þangað er boðið nemendum í 4.–6. bekk grunnskóla í bæjarfélögum í kringum íþróttahúsið til að spreyta sig. Þúsundir krakka skemmta sér í Skólablaki um allt land Fyrsta Skólablakið var haldið á Reyðarfirði 4. október síðastliðinn og mættu þangað 200 krakkar, kennarar þeirra og aðstoðarfólk úr grunn- skólum Fjarðabyggðar og Seyðisfjarðar. Gert er ráð fyrir því að 700–800 grunnskólanemendur taki þátt í hverju Skólablaki og munu því mörg þúsund börn eiga kost á því að prófa blak á skólatíma undir leiðsögn sérfræðinga. Markmiðið með Skólablakinu er að auka þátttöku krakka í blaki á lands- vísu með því að hafa leikreglurnar einfaldar og þægilegar þannig að öll getustig ráði við leikinn. Auk þess er að sjálfsögðu markmið að búa til skemmtilegan viðburð fyrir krakkana og að þau fái ánægjulega upplifun af hreyfinu og keppni. „Þetta er svo frábært að við hlökkum til að halda áfram með verkefnið á næsta ári – og áfram næstu árin,“ segir Elsa. Elsa og Skólablaksnillingarnir. Skólablakið er haldið á eftirtöldum stöðum: • Akranes• Akureyri • Hafnarfjörður • Hveragerði • Ísafjörður • Kópavogur • Mosfellsbær • Reyðarfjörður • Reykjanesbær • Reykjavík

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.