Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 30
30 S K I N FA X I N ýjum stjórnendum hefur fjölgað nokkuð hjá sambandsaðilum UMFÍ á árinu og hefur hlutfall kvenna auk- ist talsvert á milli ára. „Það er mjög gott að koma inn sem nýr starfsmaður í íþróttahreyfingunni. Starfið er flott hjá UMFÍ og ÍSÍ og til ykkar get ég leitað með allt,“ segir Dagný Finnbjörnsdóttir, sem tók við sem framkvæmdastjóri Héraðssam- bands Vestfirðinga (HSV) af Bjarka Stefáns- syni. Dagný útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ísafirði 2008 og öðlaðist meistararéttindi í snyrtifræðum frá Verkmennta- skólanum á Akureyri 2020. Frá 2015 hefur Dagný verið annar eigandi fataverslunarinnar Jóns og Gunnu ehf. og hefur því umtalsverða reynslu af rekstri. Dagný hefur tengst íþrótta- hreyfingunni frá barnæsku Dagný er fædd og uppalin í Hnífsdal og hef- ur verið viðloðandi íþróttahreyfinguna alla tíð. „Ég byrjaði sjálf ung í körfubolta og svo fyrir um sjö árum kom ég inn í barna- og unglinga- starfið, sem foreldri og svo körfuknattleiks- þjálfari frá árinu 2017,“ segir Dagný og bætir við að bæði sé skemmtilegt og fróðlegt að koma inn sem nýr framkvæmdastjóri HSV, þótt það sé áskorun. Þegar Dagný var starfsmaður í barna- og unglingastarfinu í körfuboltanum nýtti hún sér þjónustu UMFÍ og leitaði sér upplýsinga um styrki o.fl. „Það er mjög gott að koma inn sem nýr starfsmaður og geta leitað til ykkar með allt. Framtíðin hjá HSV er mjög björt, mikil uppbygging í öllum deildum innan HSV og mér finnst orðið meira samstarf á milli allra hér á Vesturlandi,“ segir Dagný að lokum. Hluti nýrra formanna og framkvæmdastjóra 2021 Guðný Lilja Pálsdóttir kom til starfa sem framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF) í ágúst. Benedikt Jónsson (t.h.) tók við af Gunnari Gunnarssyni (t.v.) sem formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í apríl. Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir tók við sem sambandsstjóri Ungmennasam- bands Borgarfjarðar (UMSB) í mars. Við starfi framkvæmdastjóra tók tímabundið Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir. Guðmundur Sigurbergsson tók við af Valdimari Leó Friðrikssyni sem formaður Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í febrúar. Hlutfall kynja hjá sambandsaðilum UMFÍ Formenn: 43% konur 57% karlar Framkvæmdastjórar: 36% konur 64% karlar Nýtt fólk hjá sambandsaðilum UMFÍ:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.