Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2021, Side 22

Skinfaxi - 01.02.2021, Side 22
22 S K I N FA X I „Það hefur alltaf verið mjög mikil eftirspurn eftir námskeiðum Æskulýðsvettvangsins. Nú fáum við mikið af fyrirspurnum um námskeið- ið Verndum þau frá aðilum sem standa utan við Æskulýðsvettvanginn. Það er mjög gott enda fá starfsfólk og sjálfboðaliðar mikilvæga þekkingu inn í starf sitt með námskeiðinu. Það er mikilvægt fyrir allt íþrótta- og æskulýðsstarf að auka þekkingu fólks á barnavernd, það ger- ir starfið faglegra,“ segir Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins. Mikil eftirspurn hefur verið í haust eftir nám- skeiðinu Verndum þau, sérstaklega frá aðilum sem standa utan við Æskulýðsvettvanginn. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem starfa með börnum og ungmennum og öðrum áhugasömum um viðfangsefnið. Efni nám- skeiðsins er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um það hvernig bregðast eigi við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum. Æskulýðsvettvangurinn hefur staðið fyrir námskeiðunum frá árinu 2010. Árlega hafa verið haldin 5–10 námskeið. Umsjónarmenn námskeiðsins eru höfundar samnefndrar bókar, þær Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis-, afbrota- og fjölskyldufræðingur, og sálfræðingurinn Þorbjörg Sveinsdóttir. Þær starfa báðar í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir: • Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum • Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar • Hvernig taka skuli á móti ofbeldisfrásögn • Reglur í samskiptum við börn og ung- menni • Ýmis atriði sem gott er fyrir vinnuveit- endur að hafa í huga • Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þol- endur ofbeldis Mikill áhugi á námskeiðinu Verndum þau Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir fjölda námskeiða til að auka fræðslu og þekkingu í félags- og æskulýðsstarfi. Þúsundir einstaklinga hafa setið námskeiðin. Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Æskulýðsvettvangurinn var stofnaður árið 2007 en formleg stofnun fór fram sumarið 2012. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna. Tilgangur og markmið félagsins eru að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslu- og forvarnamála, útbreiðslu og kynningar sem og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Tilgangi sínum og mark- miðum hyggst félagið ná með því að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og öðrum sameiginlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum barna og ungmenna. Áhugasamir geta pantað námskeiðið eða fengið ítarlegri upplýsingar um það með því að senda tölvupóst á aev@aev.is eða hringja í þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568 2929. Nánari upplýsingar um Æskulýðsvettvanginn og námskeiðið eru á www.aev.is

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.