Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 14
14 S K I N FA X I Þ að er ekki á hverjum degi sem Íslandsmeistaratitlar vinnast í meistaraflokki í boltaíþróttum á Suðurlandi, hvað þá að nágranna- félög vinni á sama árinu. Á þessu ári urðu Hamar í Hveragerði og Þór í Þorlákshöfn Íslandsmeistarar í meistara- flokki karla, Hamar í blaki og Þór í körfubolta. Hamarsmenn urðu einnig deildarmeistarar og bikarmeistarar, sem er einstakt afrek. Árið 2019 skráðu Selfyssingar sig í íþrótta- sögu Suðurlands er þeir urðu Íslandsmeist- arar í meistaraflokki karla í handbolta. Sama ár urðu Selfossstelpur bikarmeistarar í fót- bolta. Þær urðu svo meistarar meistaranna 2020. Í árdaga blaksins, skömmu eftir 1970, urðu tvö karlalið af Suðurlandi Íslandsmeist- arar, Umf. Hvöt 1973 og Umf. Biskupstungna 1974. Kvennalið Umf. Biskupstungna varð einnig Íslandsmeistari 1974. Karlalið Umf. Laugdæla varð síðan Íslandsmeistari tvö ár í röð, 1979 og 1980. Þeir urðu einnig bikar- meistarar 1980. Fyrir utan að brjóta í blað í íþróttasögunni er ýmislegt sem tengist því að vinna titil fyrir félög úti á landi. Samstaða og samhugur íbúa eflist og áhrif á íþróttastarfið eru margs konar. Til að forvitnast um þetta voru Jóhanna Margrét Hjartardóttir, formaður körfuknatt- leiksdeildar Þórs, og Barbara Meyer, for- maður blakdeildar Hamars, teknar tali. Einstakur árangur nágrannafélaga

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.