Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 12
12 S K I N FA X I „Það er heilmikil stemning hjá okkur, krakkarnir hressir og kátir og góður andi úti um allt,“ segir Halldóra Kristín Unnarsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur. Þær Ingveldur Gröndal eru nýjustu starfsmennirnir í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni og bættust báðar í hópinn í haust. Halldóra er reynslubolti í tómstundafræðum og kemur úr félags- miðstöðvaheiminum. Halldóra er frá Rifi á Snæfellsnesi sem er á sambandssvæði Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH). Hún æfði knattspyrnu með Umf. Reyni á Hellissandi frá sex ára aldri til 18 ára. Á Snæfellsnesi stýrði hún m.a. félagsmiðstöð- inni í Snæfellsbæ. Nú síðast var hún aðstoðarforstöðumaður Laugó, félagsmiðstöðvar á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur- borgar í Laugalækjarskóla. Halldóra er hæstánægð með að vera komin á Laugarvatn. „Mér lýst svakalega vel á þetta, enda nóg um að vera hjá nem- endunum. Þetta hefur auðvitað líka áhrif á mig og hin sem vinnum í Ungmennabúðunum, því að vinna með unglingum krefst þess að við uppfærum okkur og lærum ýmislegt nýtt. Unglingar eru nefni- lega síbreytilegir og við hin þurfum að fylgja þeim í öllu því mark- vissa en óformlega námi sem fer fram á Laugarvatni,“ segir Dóra eins og hún er yfirleitt kölluð. „Í Ungmennabúðunum er heilmikið óformlegt nám. Nemend- urnir koma hingað til að læra og við kennum þeim eins mikið og við getum, svo sem félagsfærni og ýmislegt fleira sem þau læra í gegnum leiki,“ segir hún. Dóra þekkir sjálf ágætlega til óformlegs náms eins og þess sem fram fer í Ungmennabúðunum á Laugarvatni. Hún fór í Hússtjórnar- skólann á Hallormsstað og fór eftir útskrift þaðan að læra fata- hönnun í lýðháskólanum Den Skandinaviske Designhøjskole í Dan- mörku. Það var árið 2006. Eins og þeir sem hafa stundað nám í lýðháskóla þekkja lifir reynslan af því með þeim fyrir lífstíð. „Maður þarf stundum að fara langt til að ná sér í góða reynslu,“ segir Dóra, sem er að bæta við sig í tómstundafræðunum og er í meistaranámi við Háskóla Íslands í stjórnun og þróunarstarfi. Starfsfólk UMFÍ á Laugarvatni, f.v.: Halldóra Kristín Unnarsdóttir, Þorsteinn Hauksson, Sigurður Guðmundsson, Joanna M. Winiecka, Ingveldur Gröndal og Soffía Margrét Sigurbjörnsdóttir. Eins og sést vel er alltaf ys og þys í kringum þau. Uppistandari með skipstjórnar- réttindi í Ungmennabúðum UMFÍ Heilmiklar breytingar urðu á skipulagi Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni í haust. Sigurður Guðmundsson tók við sem forstöðu- maður búðanna út skólaárið auk þess sem tómstunda- og félagsmálafræðingarnir Halldóra Kristín Unnarsdóttir og Ingveldur Gröndal bættust í hóp frábærra starfsmanna. Halldóra og Ingveldur eru nýjustu starfsmennirnir á Laugarvatni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.