Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 24
24 S K I N FA X I Ungmennafélagið Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið að ýmsum málum sem tengjast forvarnastarfi og hefur átt samstarf við fjölmarga aðila tengda barna- og ungl- ingastarfi. Í ljósi umræðunnar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu mánuði, varðandi ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar, var rætt við Guðmund L. Gunnarsson, framkvæmdastjóra Fjölnis, um það hvernig ofbeldismál eru sett í faglegt ferli. „Það er þægilegt að hafa ferli til að setja málin í, það er einfalda myndin. Þau sem koma að svona málum vita í raun ekkert um þau og því er gríðarlega mikils virði fyrir félögin að hafa hlutlaust teymi til að taka á málunum. Við höfum sem betur fer ekki lent í neinum alvarlegum málum. En þau eru óþægileg. Hvernig sem þau eru, er gott að hafa farveg til að koma þeim á rétta staði,“ segir Guðmundur. „Við treystum því að málunum sé fylgt eftir inni hjá Æskulýðs- vettvanginum og við fundum jafnvel með þeim. Stundum þarf að taka ákvörðun um það hvað eigi að gera. Við reynum, ef við erum í vafa um málið, að leyfa iðkandanum að njóta vafans. Það er ekki þar með sagt að fólk, sem hafi gert eitthvað af sér, fari frá okkur og fari jafnvel eitthvað annað til að þjálfa,“ segir hann einnig. Mikilvægt að sofna ekki á verðinum Innan Fjölnis er lögð áhersla á að stjórnendur viti til hvaða ráða eigi að grípa komi upp ofbeldismál innan félagsins. Þetta er gert svo að hægt sé að taka á málum af festu. „Það er hægt að senda tilkynningu um ofbeldisbrot inn á heima- síðuna okkar, www. fjolnir.is, eða senda tilkynningu beint til tilkynn- ingaraðila Fjölnis sem eru taldir upp á heimasíðunni. Yfirleitt er það Fríða, Málfríður Sigurhansdóttir, íþrótta- og félagsmálafulltrúi Fjölnis, sem kallar inn í spjall, þann sem tilkynnir ofbeldisbrotið. Síðan er leitað áfram til Æskulýðsvettvangsins og þau taka við boltanum,“ heldur Guðmundur áfram og bætir við að miðað við stærð og umfang félagsins hafi ekki mörg mál komið á borð stjórn- enda Fjölnis. „En ein tilkynning er einni of mikið. Það eru kannski tvö mál á ári sem krefjast þessa farvegs, en það hafa sem betur fer ekki verið gróf, vond mál. Tilkynningarnar hætta þó ekkert að koma þó að umræðan sé í gangi. Þeim hefur samt ekki fjölgað eftir umræðuna síðustu vikur og mánuði,“ segir Guðmundur og bætir við að mikil- vægt sé að sofna ekki á verðinum. „Þetta er bara eilífðarverkefni. Þegar mál kemur upp er oft mikill hasar í kringum það. Umræðan fer yfirleitt úr böndunum. Það er gott að Æskulýðsvettvangurinn og aðrir álíka vettvangar séu lif- andi og minni félögin reglulega á sig og séu sýnilegir,“ segir Guð- mundur að lokum. Guðmundur í Fjölni: Ein tilkynning er einni of mikið Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.