Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 16
16 S K I N FA X I Fullt af frábæru fólki Barbara var spurð hvaða lykilþættir hafi orðið til þess að Íslandsmeistaratitillinn vannst. „Fyrsta skrefið var að ráða góðan þjálfara. Mér tókst að sannfæra Radoslaw Rybak, fyrir- verandi landsliðsmann frá Póllandi, um að koma til okkar og taka að sér stöðu yfirþjálf- ara Hamars. Svo var auðvitað mikill fengur í að fá tvíburana Hafstein og Kristján Valdi- marssyni loksins heim. Þjálfarinn eyddi mikl- um tíma í að stúdera önnur lið og leikkerfi þeirra og lagði metnað í að undirbúa strák- ana fyrir hvern einasta leik. En svona titill vinnst ekki bara á leikmönnum. Við erum með fullt af frábæru fólki sem styður við bakið á okkur, bæði fjárhagslega og sem sjálfboðaliðar. Stór þáttur er líka að vera með fókusinn á hreinu og tapa aldrei gleð- inni og jákvæðninni,“ segir Barbara. Hægt ef allir standa saman Hvernig tilfinning var það þegar Íslands- bikarinn var afhentur? „Ég fann auðvitað fyrir mikilli gleði, stolti og þakklæti. Það liggur mikil vinna á bak við þetta og því var það verulega ljúft. Við sýndum að þrátt fyrir að vera lítil blakdeild á Suðurlandi, með örfáa leikmenn, er þetta hægt ef allir standa saman og stefna að sama markmiðinu. Strákarnir urðu deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar, allt risatitlar, auðvitað, en ég sjálf upplifði úrslitaleikinn í Bikarnum svona sem eitthvað alveg geggjað. Um- gjörðin í Kjörísbikarnum var miklu flottari og það var algjör hátíðarstund þegar bikarinn kom loksins heim.“ Hækkuðum „standardinn“ Barbara var spurð hvaða áhrif það hafi á samfélagið þegar svona titill vinnst. „Þetta sameinar okkur öll, ekki spurning. Það var frábært að sjá fólk mæta uppi í stúku til að horfa á blakleiki og fagna með strák- unum okkar. Við vorum í öllum helstu frétt- um og fullt af myndum og frásögnum á sam- félagsmiðlum. Þá hafa Hamarsmenn án efa hækkað „blakstandardinn“ á Íslandi á sein- asta tímabili með því að vinna alla leiki sína og alla titla. Ég veit að önnur lið hafa unnið hörðum höndum að því að bæta fleiri góð- um leikmönnum við og það er ekkert nema frábært. Að þróa og betrumbæta blakið á Íslandi er líka markmið okkar.“ Krakkarnir eigna sér fyrirmyndir Hvaða áhrif hefur þetta á íþróttina og yngri flokka starf félagsins? „Þetta hefur klárlega áhrif og krakkarnir eigna sér fyrirmyndir. Það eru eingöngu menntaðir þjálfara hjá okkur og þau hafa verið dugleg við að hvetja krakkana að mæta á blakleiki til að horfa. Eftir að Kjörís- bikarinn vannst mættu allir úrvalsdeildar- leikmennirnir okkar á krakkablaksæfingu. Börnin og unglingarnir fengu að spjalla við meistarana og síðar var farið á æfingu og spilað saman. Það var frábært framtak að gefa yngri kynslóðinni kost á að hitta bikar- meistarana og bjóða upp á þessa samveru.“ Mikilvægt að öllum líði vel Hafið þið notað eða gætuð þið hugsað ykkur að nota tæki og tól úr „Sýnum karakter“ í starfi ykkar? „Alveg klárlega. Við, sem þjálfum, höfum öll farið á námskeið og tekið bæði íþrótta- þjálfara- og blakþjálfaraprófin. Við leggj- um áherslu á að vera með skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar. Stundum spila krakk- arnir saman í hópum, stundum erum við að gera einstaklingsæfingar, en alltaf pössum við upp á að þetta sé fyrst og fremst gaman. Það er mikilvægt að öllum líði vel, bæði and- lega og líkamlega. Við gerum okkur líka dagamun, t.d. á öskudag eða Halloween. Þá geta krakkarnir unnið sér inn góðgæti í gegnum þrautir og leiki sem er alltaf rosa- lega vinsælt. Svo er það líka þannig í blaki að allir geta fundið sína stöðu og æft blak. Krakkar, sem eru stórir og sterkir, geta smass- að, en þau sem eru minni eru oft hörkugóð- ir varnarmenn. Þau læra að meta að það er gott að við erum ekki öll eins og að bera virðingu hvert fyrir öðru. Við þjálfararnir mælum árangurinn ekki bara í verðlaunum, heldur einnig í ánægju og við vitum að markmið okkar eru ekki bara íþróttaleg, heldur líka félagsleg,“ segir Barbara. Markmið okkar eru ekki bara íþróttaleg, heldur líka félagsleg – Barbara Meyer, formaður blakdeildar Hamars í Hveragerði Hamar Hveragerði, Íslands- og deildarmeistarar 2021. Kampakátir bikarmeistarar 2021 með Kjörísbikarinn. Barbara Meyer, formaður blakdeildar Hamars Hveragerði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.