Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 15
 S K I N FA X I 15 Sterk umgjörð Jóhanna var spurð að því hvaða lykilþættir hafi orðið til þess að Íslandsmeistaratitillinn vannst. „Það eru margir samverkandi þættir sem skapa gott lið. Auðvitað átti þjálfarateymið stærstan þátt í að það tókst að stilla saman strengi hjá leikmönnum liðsins þannig að allt gekk upp. Leikmennirnir lögðu sig 100% í verkefnið og höfðu trú á því. Einnig er sterk umgjörð sjálfboðaliða í körfuknattleiksdeild Þórs sem eru tilbúnir að leggja á sig ómælda vinnu. Síðan er alltaf gott að finna sterkan byr frá stuðningsmönnum, íbúum Ölfuss, og landsmönnum sem fylgdust með loka- sprettinum.“ Ég er enn brosandi Hvernig tilfinning var það þegar Íslands- bikarinn var afhentur? „Tilfinningin var frábær og eiginlega ólýsanleg. Ef ég ætti sterkara lýsingarorð myndi ég nota það. Það kemur einhver gleðihrollur sem manni tekst ekki að stjórna og síðan dælist ómælt af gleðihormóninu, endorfíni, um allan líkamann sem framkallar bros og hlátur í langan tíma. Ég er enn bros- andi.“ Viðurkenning fyrir gott starf Jóhanna var spurð hvaða áhrif hún teldi það hafa á samfélagið þegar svona titill vinnst. „Það má segja að titillinn sé viðurkenning til okkar allra í Ölfusinu fyrir það góða starf sem hefur verið unnið í körfuknattleiksdeild Þórs alveg frá upphafi. Stór hópur sjálfboða- liða hefur ávallt starfað með deildinni og hefur hann stækkað síðustu ár. Á stórum stundum, þegar þarf margar hendur, finnum við, sem erum í fyrirsvari fyrir deildina, hvað stuðningurinn er mikill og margir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Bæjarbúar eiga liðið og gleðjast saman, sem skapar frábæran bæjarbrag og hamingju, enda eru Ölfusingar hamingjusamastir í ár.“ Margþætt áhrif Hvaða áhrif mun þetta afrek hafa á íþrótt- ina og yngri flokka starf félagsins? Áhrifin eru margþætt. Í grunninn þurfum við góða, vel menntaða þjálfara sem vinna við að móta krakkana þannig að þeim líði vel á æfingum og í starfinu. Einnig þarf að vera góð samvinna við foreldra þannig að þeir átti sig á hvað skiptir mestu máli í íþróttastarfinu. Þeir foreldrar sem eru tilbún- ir að taka þátt, sýna fórnfýsi og hafa áhrif á starfið eru þeir sem verða virkustu sjálf- boðaliðarnir. Þessi samvinna skapar áhuga- sama iðkendur og foreldra sem vilja vinna og gefa af sér í starfið.“ Góður liðsandi og vellíðan Jóhanna var að lokum spurð hvort þau hafi notað eða gætu hugsað sér að nota tæki og tól úr „Sýnum karakter“-verkefninu í starfi sínu. „Við í körfuknattleiksdeild Þórs leggjum mikla áherslu á góðan liðsanda og vellíðan iðkenda okkar sem er í takt við verkefnið „Sýnum karakter“. Við vinnum með ákveð- in gildi og um leið leggjum við áherslu á fræðslu og samvinnu þeirra sem eru í kring- um iðkendahópinn og deildina,“ sagði Jóhanna að lokum. Bæjarbúar eiga liðið og gleðjast saman – Jóhanna Margrét Hjartardóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs Þorlákshöfn Jóhanna Margrét Hjartardóttir, formaður körfu- knattleiksdeildar Þórs Þorlákshöfn. Körfuknattleikslið Þórs við gosstöðvarnar í Fagradal ásamt þjálfurum og stjórnarfólki sem hefur staðið vaktina í körfuboltastarfinu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.