Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 21
S K I N FA X I 21
Tilkynningar til samskiptaráðgjafa á árinu 2020 hafa verið flokkað-
ar í eftirfarandi flokka; eineltismál, líkamlegt ofbeldi og kynferðis-
leg áreitni eða ofbeldi. Einnig hafa mál sem varða aðra óæskilega
hegðun eða framkomu verið sett í sérflokk auk þess sem einhver
mál flokkast undir annað.
Samskiptaráðgjafi lauk 12 málum árið 2020 eða helmingi þeirra
sem embættinu bárust. Tíu mál voru í vinnslu í lok árs 2020. Tvö
mál voru í eftirfylgd í lok árs 2020. Það eru mál sem teljast leyst
eða unnið úr og málsaðilum er gefinn tími til að hrinda tilmælum/
úrbótum í framkvæmd.
Öll mál, sem bárust samskiptaráðgjafa á árinu 2020, voru innan
íþróttahreyfingarinnar.
24 mál komu inn á borð samskiptaráðgjafa árið 2020
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs (lengst til hægri), ásamt sálfræðingum Domus Mentis – Geðheilsu-
stöð sem jafnframt eru í íþróttateymi stofunnar. Frá vinstri: Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri, Edda Sigfús-
dóttir, sálfræðingur, sem sinnir m.a. áfallastreituröskunum, Grímur Gunnarsson sálfræðingur og Silja Runólfsdóttir, sálfræðingur, sem
sinnir m.a. meðferð við kvíða, þunglyndi og lágu sjálfsmati.
8 kynferðisleg
áreitni eða
ofbeldi 6 eineltismál 1 líkamlegt
ofbeldi
2 óæskileg
hegðun 6 leiðbeiningar
1 annað
mál11 mál varða
fullorðna
einstaklinga 9 mál
varða
börn
10 mál
í ferli 20 mál
ráðgjöf og
stuðningur
Tugir mála af ýmsum toga eru á borði Æskulýðsvettvangsins. Marg-
ir óska eftir faglegri ráðgjöf og aðstoð við að leysa úr málum. Tíu
mál hafa verið í formlegu ferli innan Æskulýðsvettvangsins á síðast-
liðnum tólf mánuðum. Auk þess hefur verið óskað eftir stuðningi
og ráðgjöf í tvöfalt fleiri málum. Á meðal þeirra mála eru kynferðis-
brot, einelti og ofbeldismál.
Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins, seg-
ir að álagið hafi aukist í kjölfar hins svokallaða KSÍ-máls þar sem
margir hafa óskað eftir faglegri ráðgjöf og aðstoð við að leysa úr
málum sem hafa komið upp í íþrótta- og æskulýðsstarfi. En vel
megi vera að einhver þeirra hafi verið óleyst eða í pattstöðu.
Mörg félög eru að fara betur yfir reglurnar
„Mörg félög hafa verið að fara yfir reglur, viðbragðsáætlanir og
verklag hjá sér í kjölfarið til að ganga úr skugga um að slíkt sé í
lagi og óskað eftir aðstoð við úrbætur á þeim þar sem þörf var á,“
segir Sema að lokum.