Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 34
34 S K I N FA X I Það sem íþróttir hafa gefið mér „Íþróttir hafa alltaf skipað stóran sess í lífi mínu og þá er ég að tala um þátttöku innan sem utan vallar. Í gegnum þátttöku mína í íþrótt- um og störfum innan íþróttahreyfingarinnar hef ég kynnst fjölda skemmtilegs fólks sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á íþróttum og er tilbúið að leggja sitt af mörkum í þágu þeirra,“ segir Guðrún Inga Sívertsen, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, fyrrum varaformaður KSÍ og fyrrverandi knattspyrnukona. Guðrún tók við skólastjórastarfinu í maí. Nýr kafli var þá skrifað- ur í skólasöguna því að Guðrún er fyrsta konan sem sest í stól skólastjóra. Hún útskrifaðist af hagfræðibraut Verzlunarskólans árið 1997 og er jafnframt fyrsti verzlingurinn til að sinna starfinu. Fram kemur í fréttum af ráðningu Guðrúnar að hún hefur gengið víða um menntabrautina, er hagfræðingur með meistarapróf í op in berri stjórn sýslu og diplómanám í kennslu fræði frá Háskóla Íslands. Til viðbótar hefur hún lokið AMP-námi frá IESE-há skól an- um í Barcelona á Spáni. Það liggur auðvitað beinast við að spyrja: Hvernig nýtir þú þér íþróttir til heilsubótar? „Núna stunda ég fjölbreytta hreyfingu hvort sem það er að ganga á fjöll, synda, hlaupa, fara á skíði eða stunda líkamsræktar- stöðvar,“ svarar Guðrún. Kostir íþróttaiðkunar eru ótvíræðir og gagnast iðkendum frá barnæsku og langt fram á fullorðinsár. En hvaða gildi hafa íþróttir fyrir einstaklinga og hverju skilar iðkunin? Hér svara þessu tvær íþróttakonur sem hafa átt farsælan feril utan vallar. Spilar enn fótbolta með börnunum sínum „Ég á góðar minningar úr fótbolta og lærði virkilega mikið þar. Ég eignaðist marga góða vini og þroskaðist mikið félagslega. Ég lærði hvað samvinna skiptir miklu máli til að ná árangri. Þetta hefur nýst mér í vinnu,“ segir knattspyrnukonan og verkfræðingurinn Ásthildur Helgadóttir, sem er jafnframt sviðsstjóri umhverfis- sviðs Kópavogsbæjar. Ásthildur rifjar upp að hún fékk skólastyrk í Bandaríkjunum í mjög góðum skóla og fékk hún því tækifæri til að mennta sig um leið og hún spilaði knattspyrnu. „Þetta var mér mjög mikilvægt því að áhuginn á knattspyrnunni gaf mér kost á að ferðast um heiminn.“ Ásthildur er með meistaragráðu í byggingarverkfræði frá Háskól- anum í Lundi í Svíþjóð og B.E.-gráðu í verkfræði frá Vanderbilt- háskólanum í Bandaríkjunum. Hún hefur m.a. verið bæjarfulltrúi í Kópavogi og gegnt stöðu formanns íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins. En hvernig nýtir Ásthildur íþróttir sér til heilsubótar? Ég spila enn fótbolta með börnunum mínum og hef alltaf jafn- gaman af fótbolta. Ég hef gaman af flestum íþróttum og spila golf og fer á skíði, svo eitthvað sé nefnt,“ segir hún að lokum. Kynntist fólki sem hefur brennandi áhuga á íþróttum Ásthildur (t.v.) ásamt Þóru Björgu, systur sinni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.