Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 10
10 S K I N FA X I Miklar breytingar á styrkjaumhverfi íþróttafélaga Gott að kynna sér málið UMFÍ hvetur stjórnendur í íþróttahreyf- ingunni til að kynna sér skattaafsláttinn sem innifalinn er í frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld almannaheillafélaga. Stjórnendur íþróttafélaga geta jafn- framt nýtt sér fleiri tækifæri sem stjórn- völd gefa kost á í tengslum við heims- faraldur kórónuveirunnar. Þar á meðal er: • 100% endurgreiðsla á virðisauka- skatti af vinnu. • Undanþága frá greiðslu erfðafjár- skatts og ýmsar aðrar skattalegar ívilnanir sem gagnast félögum. • Heimild fyrir frádrætti af tekjum af atvinnurekstri er einnig aukin en nú mega atvinnurekstraraðilar draga allt að 1,5% af skattskyldum tekjum vegna framlaga til almennaheilla- samtaka. Með lögunum er einnig dregið úr skattaálögum almanna- heillasamtaka, t.a.m. vegna fjár- magnstekjuskatts og virðisauka- skatts af vinnu við endurbætur hús- næðis. Gera má ráð fyrir því að styrkjaumhverfi íþróttafélaga breytist talsvert í nóvember. Þá taka gildi lög um frádráttarbærni vegna styrkja við almannaheillafélög og aðrar góðar breytingar sem beðið hefur verið eftir. Þann 1. nóvember næstkomandi breytist lagaumhverfi íslenskra almannaheillasam- taka verulega með gildistöku laga um félög til almannaheilla og ýmsum nýjum ákvæð- um skattalaga. Með lögunum er einstakl- ingum gert kleift að draga frá skattskyldum tekjum sínum, það sem nemur að lágmarki 10.000 kr.- og að hámarki 350.000 kr.- á hverju ári, vegna gjafa og framlaga til lög- aðila sem vinna að almannaheillum, þar með talin íþróttafélög. Skilyrði frádráttar er að lögaðili, sem hef- ur með höndum starfsemi til almannaheilla, sé skráður í almannaheillafélagaskrá hjá Skattinum á því tímamarki þegar gjöf er afhent eða framlag er veitt og upplýsingar um fjárhæð fjárframlags hafi verið móttekn- ar frá viðtakanda til áritunar á skattframtal. Almannaheillasamtök þurfa í þessu sam- bandi að huga að skráningu undir fyrrnefndu lögin og í svonefnda almannaheillafélaga- skrá, sem er grundvöllur fyrir mörg af þeim réttindum samtakanna sem fylgja nýju lög- unum. Íþróttafélög og önnur almannaheilla- félög þurfa að undirbúa sig fyrir að leið- beina styrktaraðilum sínum um hvernig áhrifaríkast sé að reiða stuðninginn af hendi þannig að komi að sem mestu gagni fyrir gefendur og þiggjendur. Útfærsla nýju laganna liggur ekki endan- lega fyrir en verið er að semja reglugerð með lögunum, sem og reglur og leiðbein- ingar Skattsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.