Skinfaxi - 01.02.2021, Blaðsíða 37
S K I N FA X I 37
Slæmar fyrirmyndir sem sofa lítið
„Ég elska svefn. En ég er alinn upp við það að finnast svefn mjög
lúðalegur. Allar aðalstjörnurnar í pólitíkinni sögðust ekki sofa neitt.
Það væri alveg frábært, því þá kæmust þær yfir svo margt. En núna
vitum við svo miklu meira. Við vitum að okkur líður betur, gengur
betur og líður betur í skólanum ef við sofum meira,“sagði Dagur
og áréttaði mikilvægi þess að koma því til ungs fólks og foreldra
þess hverjir áhættuþættirnir eru í samfélaginu sem hafa neikvæð
áhrif á heilsuna.
Svefn er mikilvægur fyrir börn og
ungmenni
Niðurstöður Rannsókna og greiningar frá 2021 sýna að 44% ung-
menna í 9. bekk og 53% ungmenna í 10. bekk fengu ekki nægan
nætursvefn (Ungt fólk 2021). Í órofnum svefni endurnýjar líkaminn
boðefnin og því er hann nauðsynlegur til að halda fullri virkni og
stuðla að vellíðan. Í framhaldsskólum sofa nemendur enn minna
en í grunnskólum. Meirihluti framhaldsskólanemenda, eða 60%,
sofa of lítið.
Hvað sváfu framhaldsskólanemar margar
klukkustundir að jafnaði á nóttu, árið 2020?
Fleiri orkudrykkir – minni svefn
Niðurstöður Rannsókna og greiningar frá 2021 sýna að þegar
sambandið á milli notkunar orkudrykkja og svefns er skoðað má
sjá að þeir sem drekka fleiri orkudrykki eru líklegri en aðrir til að
sofa minna. Í efstu bekkjum grunnskóla sýna niðurstöður að 74%
þeirra sem drekka tvo eða fleiri orkudrykki á dag fá ekki nægan
nætursvefn.
Hlutfall nemenda sem sofa 8 klst. eða meira á nóttu og
7 klst. eða minna á nóttu eftir því hversu oft þau drekka
orkudrykki.
@BRANDSON.DESIGN
@BRANDSON.DESIGN
@BRANDSONACTIVEWEAR
VELDU VANDAÐA
ÍSLENSKA HÖNNUN
BRANDSON.IS
Hvað sefur þú að jafnaði margar klst. á nóttu?
Um 8 klst. eða meira 7 klst. eða minna
Drekk ekki orkudrykki Einn drykk daglega Tvo eða fleiri daglega
64%
36% 39%
61%
26%
74%
Dagleg neysla á orkudrykkjum
Þátttaka er þar lykilatriði, að sögn Dags borgarstjóra.
„Það er gott að taka þátt í einhverju. Það er gott að vera með
félögum sínum og það er gott að verja tíma með mömmu og
pabba og mynda traust. Það er gott að eiga ábyrga, fullorðna
leiðtoga hvort sem þeir eru íþróttaþjálfarar, tónlistarkennarar eða
eru með stúdíó, jafnvel í rafíþróttum. Það þarf bara að passa að
enginn verði út undan.“
Meira en
9 klst.
Um 9 klst. Um 8 klst. Um 7 klst. Um 6 klst. Minna en
6 klst.
30%
34%
17%
9%
7%2%