Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2023, Page 15

Skinfaxi - 01.01.2023, Page 15
 S K I N FA X I 15 T iltölulega stutt er síðan byrjað var að spila ringó hér á landi. Landnámssaga greinarinnar er sú að árið 2006 fóru þrjár konur úr íþróttafélaginu Glóðinni í Kópavogi á landsmót DGI, sem þá fór fram í Haderslev á Jótlandi. Þar á meðal var Sigríður Bjarnadóttir, stofnandi og formaður Glóðarinnar. Þar kynntust þær ringóinu og hittu danskan leiðbeinanda sem kom ári síðar til Íslands til að kenna eldri borgurum íþróttina í Tennishöllinni. Upp úr því óx íþróttinni ásmegin. Keppt var í ringó í fyrsta sinn á Landsmóti UMFÍ árið 2009. Eftir það hófu nokkur félög eldri ungmennafélaga að keppa í greininni og hafa nú verið haldin mörg mót í ringó. Ringó hefur lengi verið á meðal keppnisgreina á Landsmótum UMFÍ 50+. Boðið var upp á ringó á mótinu á Ísafirði árið 2016 og voru eldri borgarar þar í bænum byrjaðir að æfa strax um vorið til að vera orðnir klárir fyrir keppnina sem var í júní. Nú eru komin mörg lið eldri borgara sem æfa ringó reglulega og keppa í greininni. Næsta stóra tækifærið til að keppa í ringó verður á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi um Jónsmessuna, dagana 23.–25. júní. Landnám ringó

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.