Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 42
42 S K I N FA X I Ungmennafélagið Trausti fagnaði 100 ára afmæli í mars. Íþróttastarf Trausta hefur færst yfir til Ungmennafélagsins Dímons og er félagið nú vettvangur fyrir sveitunga til að hittast. „Þetta er bara skemmtilegt og afmælið alveg frábært,“ segir Bjarki Freyr Sigurjónsson, formaður Ungmennafélagsins Trausta undir Vestur- Eyjafjöllum, sem fagnar aldarafmæli á árinu. Félagið var stofnað 11. mars 1923 og var haldið upp á afmælið með pompi og prakt með drekk- hlöðnu afmæliskaffiborði og hátíðardagskrá í félagsheimilinu Heima- landi undir Eyjafjöllum, sem er heimavöllur Umf. Trausta. Afmælisgest- ir skemmtu sér konunglega. Gestir gátu skoðað gamla verðlaunagripi, hlustað á ræður og tónlist á meðan yngstu gestirnir skemmtu á sér- stöku leiksvæði sem hafði verið sett upp í hliðarsal. Skipuleggjendur afmælisveislunnar höfðu líka fengið að fletta í gömlum fundagerðar- bókum allt aftur til 1928 til að segja gestum frá. Bjarki segir stjórn Trausta hafa lagt upp með að afmælisboðið yrði vettvangur fyrir alla, ekki síst brottflutta félagsmenn. „Við auglýstum afmælið með þeim hætti að það gæti höfðað til fólks sem hefur haft tengingu við félagið, æfði jafnvel fyrir fjörutíu, fimmtíu eða sextíu árum. Það heppnaðist,“ heldur Bjarki áfram og bendi á að móðir sín, sem er 65 ára, hafi í afmælinu hitt bekkjarsystkini úr gagnfræðaskóla. Píla fyrir félagsfólk Á árum áður var íþróttastarfið kröftugt og mikið hjá Ungmennafélaginu Trausta og æfðu og kepptu margir undir merkjum þess. Sambands- svæði Trausta er undir Vestur-Eyjafjöllum og nær frá Markarfljóti að bænum Steinum undir Austurfjöllum svokölluðum, þar sem Ungmenna- félagið Eyfellingur tekur við austur yfir að Sólheimasandi. Iðkendur Ungmennafélagsins Trausta voru í Seljalandsskóla og fór íþróttastarf fram á svæði félagsins þar til bæði skóla- og íþróttastarf var flutt til Hvolsvallar, en þá hófu skólabörn að æfa undir merkjum Ung- mennafélagsins Dímonar. Bjarki segir heilmikið íþróttastarf hafa farið fram undir merkjum Ung- mennafélagsins Trausta. Nú sé félagslegi þátturinn orðinn viðameiri. „Við erum alltaf með leikjanámskeið en hittumst líka einu sinni í viku yfir háveturinn í Heimalandi og spilum pílu. Við erum ekki með þjálfara heldur einbeitum okkur að því að hittast reglulega,“ segir Bjarki. Félagið á nokkur píluspjöld en hefur fengið búnað að láni fyrir stærri viðburði. Það var því vel við hæfi að gestir frá HSK gáfu píluspjald og tilheyr- andi í afmælisgjöf. Píluæfingar hafa notið vaxandi vinsælda og hittist nú félagsfólk á öllum aldri í Heimalandi og spilar pílu. Kirkjugarður fjármagnar starfið Bjarki tók við formennsku hjá Umf. Trausta árið 2016, aðeins 23 ára. Hann fæddist á félagssvæðinu en flutti til höfuðborgarsvæðisins fimm ára með fjölskyldu sinni og ólst þar upp innan handboltaraða Hauka í Hafnarfirði. Hann sleit aldrei tengslin við sveitina, enda bjuggu afi hans og amma þar enn og fór hann til þeirra í öllum fríum. „Ég hef alltaf haft svo sterkar taugar til svæðisins. Ég flutti aftur austur endanlega árið 2014, náði sterku sambandi við samfélagið og sveitina og keypti fyrir þremur árum litla jörð og íbúðarhús rétt hjá Heimalandi. Ég vil vera með og tók þess vegna vel í það þegar ég var plataður til að verða formaður árið 2016,“ segir Bjarki og tíundar fjölmarga skemmti- lega og gagnlega viðburði félagsins. Þar á meðal eru hátíðahöldin sem félagið stendur fyrir 17. júní ár hvert og brenna á gamlárskvöld, flugeldasýning og þrettándagleði annað hvert ár við Seljalandsfoss á móti Ungmennafélaginu Eyfellingi, sem heldur sína hátíð við Skógafoss árin á móti. Einn af árlegum við- burðum félagsins er sláttur í kirkjugarðinum í Stóradal, sem reyndar aflar félaginu fjár og kostaði afmælisveisluna að stórum hluta, auk til- tektardags sem haldinn er hvert vor í samstarfi við sveitarfélagið. „Þetta er okkar prívatdagur þegar við förum og tínum rusl í gamla Vestur-Eyjafjallahreppi. Allir taka þátt sem hafa heilsu og getu til,“ segir Bjarki, en á milli 20 og 40 manns á öllum aldri taka þátt í tiltek- tardeginum af um 90 skráðum félagsmönnum. „Sveitarfélagið vinnur með okkur að tiltektardeginum. Á þeim degi skorum við líka á önnur félög að taka til á sínu svæði. Þetta er skemmti- legt, við látum veðrið ekki stoppa okkur og þátttakendum er alltaf að fjölga af því að allir vilja leggja hönd á plóg,“ segir hann. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Spila pílu undir Fjöllunum Bjarki formaður ásamt Ragnheiði Högnadóttur, stjórnarkonu UMFÍ. Hressir félagar í Ungmennafélaginu Trausta taka til hendinni í kirkju- garðinum í Stóradal.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.