Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 9
 S K I N FA X I 9 „Til hamingju með glæsilega aðstöðu,“ segir Flemming Jessen, íþrótta- kennarinn fyrrverandi, við hóp fólks úr stjórn Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) sem kom í heimsókn í nýja þjónustumiðstöð UMFÍ í lok mars. Hópurinn hóf heimsóknina á hádegisverði á fyrstu hæð hússins áður en kíkt var í þjónustumiðstöð UMFÍ. „Heimsóknin var höfðingleg og dagurinn skemmtilegur, sem ég vona að við endurtökum í haust,“ segir Flemming, en með í för voru þau Hjörtur Þórarinsson, Kolfinna Sigurvinsdóttir, Þórey S. Guðmunds- dóttir og Eygló Alexandersdóttir. Með á myndinni er hluti af hópi starfsfólks UMFÍ í þjónustumiðstöðinni í Reykjavík. FÁÍA hóf störf árið 1985 og vann að því að kynna ýmsar íþrótta- greinar og leiki fyrir eldri borgara. Á meðal nýju greinanna sem félagið tók upp á sína arma og kynnti hér á landi í fyrsta sinn voru ringó, botsía og fleiri greinar sem UMFÍ tók síðar upp á Landsmóti UMFÍ 50+. Slag- orð félagsins hefur ævinlega verið: Það er aldrei of seint að hreyfa sig! Frá vinstri: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Guðfinna Birna Þórðardóttir, Kolfinna Sigurvinsdóttir, Þórey S. Guðmundsdóttir, Flemming Jessen, Eygló Alexandersdóttir, Auður Inga Þorsteinsdóttir, Hjörtur Þórarinsson og Ragnheiður Sigurðardóttir. Heimsóttu nýju þjónustumiðstöðina

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.