Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 18
18 S K I N FA X I F ólk gefur fremur kost á sér til sjálfboðaliðastarfa á Norður- löndunum og í Vestur-Evrópu en í fyrrverandi austantjalds- ríkjunum. Hæst er hlutfallið í Noregi. Á eftir fylgja Hollend- ingar, svo Danir, þar á eftir íbúar í Lúxemborg, Sviss, Sví- þjóð og Finnlandi. Íslendingar eru í áttunda sæti, á undan íbúum Slóveníu og Írlands. Könnunin var reyndar gerð á vegum Euro- stat, hagstofu Evrópusambandsins, fyrir átta árum, árið 2015, og gæti staðan því mögulega hafa breyst síðan þá. Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands, fór yfir málið í fyrirlestri á ráðstefnu um sjálfboðaliða í íþrótta- og æsku- lýðsstarfi. Mennta- og barnamálaráðuneytið stóð fyrir ráðstefnunni, sem haldin var í tilefni af degi sjálfboðaliðans, sem er 5. desember ár hvert. Stóð ráðuneytið jafnframt fyrir kynningarátakinu Alveg sjálfsagt, sem var ætlað að vekja athygli á mikilvægi og störfum sjálfboðaliðans. Í lýðræðissamfélögum taka fleiri þátt Í kynningu ráðuneytisins segir að í covid-faraldrinum hafi mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs fyrir samfélagið allt komið berlega í ljós. Þegar siglt sé úr faraldrinum sé mikilvægt að skoða hvort starf með sjálfboðaliðum hafi breyst og hvaða áskoranir séu fram undan. Steinunn sagði samspil ýmissa þátta skýra öfluga þátttöku fólks í sjálf- boðaliðastarfi á Norðurlöndunum og víðar í Vestur-Evrópu en minni þátttöku í Austur-Evrópu. Helsta skýringin væri sú að þátttaka í sjálf- boðaliða- og félagsstarfi væri algengari í lýðræðissamfélögum en þeim sem grundvölluðust á öðru stjórnarfari. Félaga- og tjáningar- frelsi skipti þar sköpum. Þurfum að vera vakandi fyrir stöðunni og áskorunum í starfi sjálfboðaliða „En hverjir gerast svo sjálfboðaliðar?“ spurði Steinunn og svaraði því sjálf til að samanburðarrannsóknir sýndu að aldur, menntun, félags- leg staða og gildismat viðkomandi skipti máli. „Það kemur ekki á óvart að fólk með börn í íþróttastarfi sinnir frekar sjálfboðaliðastarfi,“ sagði hún og benti því til staðfestingar á að flestir sjálfboðaliðar eru á aldrinum 30–39 ára. Algengara er líka að fólk leggi sitt af mörkum í dreifbýli en í þéttbýli. Fólk með ríkt tengslanet sinnir líka frekar sjálfboðaliðastarfi en aðrir, fólk í ábyrgðarstöðum gerir það því að í félagasamtökum eru þessir einstaklingar eftirsóknarverðari en aðrir. Ekki er hins vegar munur á kynjunum þegar kemur að sjálfboða- liðastörfum. Algengara er þó að karlar vinni fyrir íþrótta- og tómstunda- félög en konur leggi af mörkum fyrir líknar- og góðgerðarfélög. Áskoranir og breytingar Steinunn sagði að þótt vísbendingar væru um að sjálfboðaliðum hefði fækkað eitthvað upp á síðkastið – eða ýmislegt benti til þess – skrifaðist þróunin á fleira en heimsfaraldur. Þegar sjálfboðaliðastarf hefði síðast verið kannað árið 2017 hefði komið í ljós að 27,7% landsmanna hefðu tekið að sér sjálfboðaliðastarf. „Sjálfboðaliðastarf stendur mjög traustum fótum í íslensku sam- félagi. En við þurfum að vera vakandi fyrir stöðunni og áskorunum,“ sagði hún og benti á að því miður hefðu færri rannsóknir verið gerðar á sjálfboðaliðastarfi hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Ráðast þyrfti í að gera stóra rannsókn á starfinu til að átta sig á stöðunni. Steinunn Hrafnsdóttir segir mun færri rannsóknir hafa verið gerðar á starfi sjálfboðaliða á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum. Fækkun sjálfboðaliða almennt kann að skýrast af því að félagasamtök hafa ráðið fleira fagfólk til starfa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.