Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 12
12 S K I N FA X I Ylva Sóley Jóhanna Þórsdóttir Planman var nýlega kjörin formaður norrænu ungmennasamtakanna Nordisk Ungdomsorganisation (NordUng). Ylva Sóley sem á foreldra frá Svíþjóð og Íslandi, flutti sex ára til Svíþjóðar en hefur frá árinu 2019 verið búsett í Mosfellsbæ. Ylva tekur við formannsembættinu af Rene Lauritsen, sem verið hefur formaður NordUng frá árinu 2017. Ylva er fyrsta konan til að setjast í formannsstól NordUng síðan Anna Ragnheiður Möller var formaður þeirra árin 2002 til 2012. Ylva situr í stjórn ungmennasamtakanna fyrir hönd sænska félagsins FNUF – Föreningarna Nordens Ungdomsförbund. Samtök fyrir ungt fólk NordUng var áður stytt sem NSU og hefur UMFÍ lengi verið samstarfs- aðili samtakanna. NordUng eru samtök æskulýðsfélaga á Norðurlönd- unum og í Eystrasaltsríkjunum. Á þeim vettvangi hafa samtökin unnið mörg sameiginleg verkefni sem tengja Norðurlöndin og Eystrasalts- ríkin saman. Ylva er nýr formaður NordUng Norrænu ungmennasamtökin NordUng héldu aðalfund sinn í mars nýrri þjónustumiðstöð UMFÍ. Nýr formaður samtakanna býr í Mosfellsbæ. Lee Jenner, nýr framkvæmdastjóri NordUng, kveður Piu Winsten með gjöf. Pia lætur af störfum í júní. Lee er frá Eistlandi en Pia frá Finnlandi. Mörg námskeið NordUng í öðrum löndum NordUng stendur fyrir ýmsum viðburðum á árinu, þar á meðal í Cluj í Rúmeníu, Vilníus í Litháen og Tromsö í Noregi. Allar ítarlegri upplýsingar má finna á www.nordung.org Sara J. Geirsdóttir, sem á sæti í Ungmennaráði UMFÍ, tók þátt í vinnu- stofu NordUng, sem fór fram í gamla Héraðsskólanum á Laugarvatni um miðjan mars á undan aðalfundinum. Hún og fleiri íslenskir þátttak- endur komu á þriðjudag og gistu þar fram á föstudag. Vinnustofurnar voru með þeim hætti að þátttakendum var skipt í þrjá hópa og unnu þeir verkefni sem ýmist fjölluðu um samfélagsmál, fullorðinsfræðslu eða ýmis önnur mál tengd því hvað gott er að kunna áður en maður kemst á fullorðinsár. „Ég var aðallega í hópi sem ræddi um það hvernig það er að full- orðnast. Við unnum verkefni í tengslum við það og bjuggum til kynn- Halla, Ylva og Rene, fráfarandi formaður NordUng. Stjórnir og starfsfólk UMFÍ og NordUng þegar þær hittust. Fremst á myndinni má sjá Jóhann Steinar Ingimundarson, formann UMFÍ, við hlið Rene, fráfarandi formanns NordUng. Á meðal verkefnanna eru ungmennaskipti, ungmennavikur, mark- miðaráðstefnur og margt fleira sem meðlimir Ungmennaráðs UMFÍ hafa meðal annars skipulagt og sótt. Eitt af verkefnum NordUng á næstunni er skipulagning ungmennaviku á Grænlandi. Ungmennasamtökin hafa í gegnum tíðina fundað víða á Norður- löndunum, þar á meðal nokkrum sinnum hér á landi og þá í þjónustu- miðstöð UMFÍ í Reykjavík. Samtökin héldu aðalfund sinn í mars og fór hann fram í nýrri þjónustumiðstöð UMFÍ í Íþróttamiðstöðinni við Engjaveg. Stjórn NordUng hitti stjórn og starfsfólk UMFÍ daginn áður, þar sem snæddur var kvöldverð saman og rætt um ýmis mál tengd ungu fólki. Aðalfundinn sátu fulltrúar NordUng frá Norðurlöndunum, Eystra- saltsríkjunum og Þýskalandi. Ylva tók þar við af Rene auk þess sem nýr framkvæmdastjóri, Lee Jenner, tók við keflinu. Fulltrúi UMFÍ og Ungmennaráðs UMFÍ í stjórn UngNord nú er Halla Margrét Jónsdóttir. ingarmyndband sem verður sýnt á leiðtoganámskeiði í Danmörku í maí. En síðan fórum við að skoða Gullfoss, Geysi og Þingvelli, fórum í Fontana, spiluðum og gerðum margt annað skemmtilegt,“ segir Sara. Hvað þarf að kunna áður en maður fullorðnast?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.