Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 28
28 S K I N FA X I „Sú tilfinning að sjálfboðaliðastarf sé að deyja út er alltaf til staðar. Hluti vandamálsins er að sjálfboðaliðasamtök ætla sér að breyta heimin- um á stuttum tíma, sem er ekki raunhæft. Við verðum að beina sjónum okkar frá því ómögu- lega yfir á það sem við getum raunverulega gert,“ segir Johan Conradson, yfirráðgjafi hjá íþróttahéraðinu Viken í Noregi. Johan var aðalgestgjafi fulltrúa íþróttahreyf- ingarinnar þegar um 40 fulltrúar frá UMFÍ og aðildarfélögum heimsóttu íþróttahéraðið um miðjan mars árið 2022. Viken er fylkið sem nær utan um Oslóarborg. Þar búa um 1,2 milljónir manna í 51 sveitarfélagi. Hjá íþróttahéraðinu starfa 18 starfsmenn á sex sviðum. Í Noregi er eitt íþróttasamband en undir því eru 11 íþróttahéruð, jafn mörg og fylkin, en Norðmenn hafa einu stjórnsýslustigi meira en við. Fylkjunum er samt að fjölga, ákveðið hef- ur verið að skipta Viken, sem áður voru þrjú Sjálfboðaliðar fá gullnu vöffluna Fulltrúar íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar lærðu margt í ferð sinni til Noregs fyrir ári. Gullna vafflan Hagsmunasamtök sjálfboðaliða í Noregi (Frivillighet Noreg) í samvinnu við norska ríkið standa fyrir ári sjálfboðaliðans þar í landi. Hjá norska íþróttasambandinu er mánaðarlega afhent verðlaunin gullna vafflan og haldið úti samnefndu hlaðvarpi (Gullvaffel-podden). Nafnið er tilkomið af því að „þegar þú vinnur sem sjálfboðaliði fyrir íþróttafélag þá bakarðu ógrynni af vöfflum!“ sögðu gestgjafarnir í Viken. Íþróttahéröðin í Viken í Noregi. fylki, aftur upp í tvö. Ekki stendur þó til að skipta upp héraðssambandinu. Til hliðar við þau eru 54 sérsambönd. Í flestum sveitar- félögum starfar síðan íþróttaráð, sem heldur meðal annars utan um mannvirkjagerð. Sér- samböndin síðan líka upp í svæðisbundin ráð. Íþróttafélögin sjálf eru síðan tæplega 7600 talsins, voru um 12.000 fyrir nokkrum árum. Þótt þeim hafi fækkað hefur fjöldi iðkenda haldist. Innan Viken eru tæplega 1500 félög með rúmlega 400.000 félaga. Johan benti á að norsku sjáfboðaliðasam- tökin (Frivillighet Norge) fá alltaf fleiri sjálfboða- liða. Þar er fullt af fólki, sem vill leggja lið. Ekkert veiti fólki í raun jafn mikla ánægju og að hjálpa öðrum. „En ef þú spyrð bara þá sem eru þegar virkir í félaginu færðu nei því þeir eru þegar uppteknir,“ benti Johan samt á.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.