Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 30
30 S K I N FA X I „Þetta gerði ég með trega. En ég er að fara úr stjórn félags sem er í góðum málum og með bjarta framtíð,” segir Gunnar J. Helgason. Hann mætti á síðasta stjórnarfund sinn hjá Þrótti Vogum í gærkvöldi og fékk af því tilefni kók og prins í boði félagsins. Gunnar mætti á fyrsta aðalfund sinn hjá Þrótti tólf ára gamall árið 1985. Á fundinum þá fékk hann kók og prins eins og í gær. Hann fékk sæti í íþróttanefnd félagsins. Gunnar segist hafa gengið í ungmenna- félagið Þrótt Vogum um leið og hann hafði aldur til og ákveðið strax þá að leggja sitt af mörkum til þess. „Við máttum ekki ganga í ungmennafélagið fyrr en við urðum tólf ára. Samfélagið var auð- vitað lítið þá með um 600 íbúa og voru þess vegna allir teknir inn og virkjaðir. Ég fékk sæti í íþróttanefnd sem þá var til í félaginu og tók við sem formaður í henni þremur árum síðar,“ segir hann. Fram kemur í skýrslu stjórnar Þróttar að sjálf- boðaliðum sem starfa fyrir Þrótt hafi fækkað eftir covid-faraldurinn. Á sama tíma setji sam- félagið auknar kröfur á félagið. Tekið er fram að til þess að félagið nái að halda áfram á veg- ferð sinni sé það eitt af mikilvægari málum ársins 2023 að fjölga í hópi sjálfboðaliða. Gunnar segir fólk verða að leggja sitt af mörkum til íþróttafélaga sem sjálfboðaliðar, jafnvel þótt aðstæður séu orðnar aðrar en þegar hann gekk til liðs við Þrótt fyrir 35 árum. „Það er mikilvægt að virkja sem flesta, sér- staklega í þetta litlu samfélagi,“ segir hann, en auk þess sem hann hætti í stjórninni eftir öll þessi ár gengu tveir út í skiptum fyrir tvo aðra sem komu inn. Skýra þarf ábyrgð sjálf- boðaliða Gunnar tekur undir með fleirum sem rætt hefur verið við um störf sjálfboðaliða um að erfiðara sé nú að leggja sitt af mörkum fyrir frjáls félaga- samtök, þar á meðal íþróttafélög, en þegar hann var tólf ára. Þáttaskilin telur hann vera hoppukastalaslysið á Akureyri sumarið 2021, þegar sextán hundruð fermetra kastali tókst á loft í vindhviðu með hræðilegum afleiðingum. Þrjú börn beinbrotnuðu þegar hluti hoppu- kastalans tókst á loft og það fjórða hlaut alvar- lega höfuðáverka auk beinbrots. Það mun hugsanlega aldrei ná sér að fullu. Fimm einstaklingar voru ákærðir í málinu, þar á meðal tveir sjálfboðaliðar sem voru þar Huga þarf að ábyrgð sjálfboðaliða að vinna fyrir Knattspyrnufélag Akureyrar (KA), en handknattleiksdeild félagsins tók að sér að útvega starfsmennina. Þeir áttu að sinna miða- sölu og umsjón svæðisins fyrir eiganda og ábyrgðaraðila leiktækisins en var eftir slysið gefið að sök að hafa sýnt stórfellt aðgæslu- leysi og vanrækslu við að tryggja öryggi í leiktækinu þrátt fyrir að skýrt sé tekið fram í samningum við eiganda hoppukastalans að hann skuli setja hann niður og festa við jörð. Er einstaklingum gefið að sök að jarðfestingar hafi verið of fáar til að halda svo stórum kasta og hann aðeins festur á útjöðrum, engar jarð- festingar inni í honum og einingar aðeins festar með frönskum rennilás og spottum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norður- lands eystra snemma í febrúar. Á meðal sjálf- boðaliðanna sem ákærðir eru í málinu er forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Gunnar segir hætt við að þetta mál geti haft neikvæð áhrif á störf sjálfboðaliða og vinnu þeirra fyrir íþróttafélög í nánustu framtíð. „Ef við ætlum að fá sjálfboðaliða þarf að tryggja hvar ábyrgðin liggur, því ef illa fer eins og þarna er hætt við að sjálfboðaliðar fáist ekki til starfa.“ Gunnar Helgason hefur verið sjálfboðaliði í stjórn Þróttar Vogum frá tólf ára aldri. Hann mætti á síðasta aðalfund sinn í mars síðastliðnum þegar hann hætti störfum fyrir félagið. Gunnar hvetur fólk til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Hann óttast hins vegar að hoppukastalamálið á Akureyri geti haft neikvæð áhrif á störf sjálfboðaliða og hvetur til að hugað verði betur að ábyrgð þeirra.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.