Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 35
 S K I N FA X I 35 Þátttakendur Ungmennasambands Vestur-Skafta- fellssýslu (USVS) hlutu Fyrirmyndarbikarinn á Ungl- ingalandsmóti UMFÍ á Selfossi 2022. Formaðurinn segir liðsheildina hafa verið einkar góða. „Við erum óendanlega stolt af þessari viðkurkenningu. Ég vil nota tæki- færið til að koma á framfæri innilegu þakklæti til keppenda, þjálfara, fararstjóra, foreldra og allra annarra sem lögðu sitt af mörkum til að stuðla að þessum árangri,“ skrifar Fanney Ásgeirsdóttir, formaður Ung- mennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS), í ávarpi sínu í ársskýrslu sambandsins. Stolt formannsins er Fyrirmyndarbikarinn, sem þátttakendur USVS fengu á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina í fyrra. Fyrirmyndarbikarinn er afhentur þeim gestum mótsins úr röðum sambandsaðila UMFÍ sem sýna prúðmennsku, jákvætt viðmót, heiðar- leika og samstöðu og njóta styrkrar og jákvæðrar fararstjórnar og umsjónar. Tóku þátt í mörgum greinum Fanney segir í ávarpi sínu þátttakendur USVS hafa átt glæsilega inn- komu og látið til sín taka við hvert tækifæri. USVS hafi átt þrjú lið í knatt- spyrnu, tvö í körfubolta og tvö í strandhandbolta, keppendur í frjáls- um íþróttum, kökuskreytingum, pílukasti, frisbígolfi, bogfimi og upp- lestri. „En hópurinn okkar var ekki aðeins virkur og duglegur að taka þátt, þau voru einfaldlega til fyrirmyndar í hvívetna. Svo við skulum muna að það voru ekki eingöngu keppendur sem unnu til þessarar glæsi- legu viðurkenningar, hún er afrakstur vináttu, liðsheildar og heiðar- legrar framkomu alls þess hóps sem mætti á mótið og fylkti sér undir merkjum USVS,“ skrifar Fanney stolt og glöð með árangurinn. Erum óendanlega stolt af Fyrirmyndarbikarnum Um Fyrirmyndarbikarinn Fyrirmyndabikar Unglingalandsmóts UMFÍ er afhentur á mótsslitum til þess héraðssambands eða íþróttabandalags sem hefur sýnt fyrir- myndarframkomu innan sem utan keppni. Mótshaldari skipar þriggja manna dómnefnd sem velur þann sem hlýtur bikarinn. Dóm- nefndin horfir m.a. til eftirfarandi þátta við val á fyrirmyndarfélagi: • Samstæð og glæsileg skrúðganga keppnisliðs og stuðningsfólks. • Framkoma liðsfélaga, stuðningsmanna og fylgdarliðs sé prúð og háttvís og öll til fyrirmyndar innan og utan vallar. • Samstaða keppnisliða, innan vallar og utan sem og við leik og á tjaldsvæðum. • Jákvæð hvatning eigin liðs, heiðarleg framkoma og hrós til mótherja. • Jákvætt viðmót keppenda og fylgdarliðs, laus við hroka og yfirgang. • Jákvæð fjölskyldustemming á tjaldsvæðum. • Undirbúningur þátttöku, skráning og samskipti við mótshaldara. • Styrk og jákvæð fararstjórn og umsjón með keppendum og fjölskyldum þeirra. Hluti þátttakenda USVS tekur við Fyrirmyndarbikarnum við slit Unglinga- landsmóts UMFÍ á Selfossi. Eitt af því sem félagar í USVS telja að efli liðsandann er að þátttakend- ur séu klæddir eins peysum. Sambandið gefur peysurnar sem merktar eru USVS. Samþykkt var á þingi USVS á dögunum að gefa sömuleiðis yngri þátttakendum peysur, svo þátttakendur veðri áberandi á mótinu. Kökuskreytingar voru ein þeirra fjölmörgu greina sem þátttakendur USVS tóku þátt í.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.