Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 32
32 S K I N FA X I „Þetta er orðið alveg hræðilegt. Það vill enginn bjóða sig fram hjá íþróttafélaginu og setjast í stjórn. Við hugsuðum um að leggja til fækkun stjórnarmanna úr fimm í þrjá,“ segir Viktoría Kristín Guðbjartsdóttir, formaður Íþróttafélags- ins Ívars á Ísafirði, sem er aðildarfélag Héraðs- sambands Vestfirðinga (HSV). Lendingin varð betri en á horfðist og komu tveir nýir stjórnar- menn inn og var lögum félagsins breytt á þann veg að hlutverk formanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnenda verða ákveðin á fyrsta aðal- fundi hverju sinni. Það gerir alla verkaskiptingu skýrari. Staða Viktoríu er lýsandi fyrir ástandið. Tvö ár eru síðan hún flutti með fjölskyldu sinni til Ólafsvíkur og hefur hún sinnt störfum sínum fyrir íþróttafélagið úr fjarlægð. „Saga mín er mjög lýsandi fyrir sjálfboða- liða. Ég var að þjálfa þarna sem krakki og naut þess að vera í Bolungarvík. En eins og svo margir í stjórn Ívars er ég ekki tengd neinum iðkanda. Þegar ég flutti var ég í stjórn félags- ins. Ég ætlaði auðvitað að hætta á sama tíma. En formaðurinn sem hafði verið á undan mér hafði setið í stjórn félagsins í 28 ár. Þetta var líka á covid-tímanum og því samþykkti ég að taka þetta að mér og vera þá fjarformaður í eitt ár. En ég segi líka já við öllu,“ segir Viktoría, sem botnar ekki í ástæðu þess að svo virðist sem fólk sé ekki tilbúið að gefa af sér og setjast í stjórn íþróttafélags. Viktoría flutti sem sé til Ólafsvíkur og þar er hún í flestum þeim nefndum sem hægt er að finna sæti í og tengjast umhverfi barna hennar. „Við eigum átta ára stelpu og fjögurra ára strák. Ég er komin í foreldrafélagið í grunnskól- anum, í foreldrafélagið í tónlistarskólanum og sunddeildina. Þetta er aðeins tengt stelpunni okkar. Ég hef gefið Íþróttafélaginu Ívari mikinn tíma en þarf nú að sinna heimahögum mínum og hverfa í önnur sjálfboðaliðastörf,“ bendir hún á. Samfélagsleg skylda að vera sjálfboðaliði Viktoría viðurkennir að hún botni lítið í ástæð- um þess að fólk sé óviljugra en áður til að gefa af sér. Engu breyti að staðan sé hjá litlu íþrótta- félagi á Vestfjörðum þar sem iðkendur þurfa virkilega á sjálfboðaliðum að halda og mikil- vægt er að fólk snúi bökum saman til að halda Sjálfboðaliðar: Viktoría hjá Íþróttafélaginu Ívari Mér er ljúft og skylt að gefa af mér til samfélagsins Viktoría Kristín Guðbjartsdóttir hefur verið formaður Íþróttafélagsins Ívars síðastliðið ár. Viktoría býr hins vegar með fjölskyldu sinni í Ólafsvík og sinnir þar sjálfboðaliðavinnu af fullum krafti samhliða daglegri vinnu. Hún óttast að fólk sé orðið svo sjálf- hverft að það haldi alltaf að einhver annar þurfi að leggja sitt af mörkum til samfélagsins en það sjálft. Viktoría Kristín Guðbjartsdóttir. Keppendur í boccia. Í hnotskurn Íþróttafélagið Ívar var stofnað árið 1988 og hét upphaflega Íþróttafélag fatlaðra á Ísafirði (ÍFÍ). Á aðalfundi félags- ins árið í apríl árið 1991 var nafninu breytt í Íþróttafélagið Ívar. Tilgangurinn var tví- þættur. Í fyrsta lagi til aðgreiningar frá Íþróttasambandi fatlaðra í Reykjavík og í öðru lagi til minningar um Ívar Berg- mann Þorgeirsson. Hann átti við mikla fötlun og alvarleg veikindi að stríða og lést í mars árið 1986 aðeins tíu ára gamall. Ívar var frá Hnífsdal og hvílir í kirkjugarðinum þar. Íþróttafélagið Ívar býður upp á boccia, sund og badminton en sömuleiðis hafa iðkendur getað farið á reiðnámskeið. Æfingar fara fram í íþróttahúsinu á Ísa- firði og í Bolungarvík.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.