Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 6
6 S K I N FA X I Skinfaxi 1. tbl. 2023 Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands, hefur komið út samfleytt síðan 1909. Tímaritið dregur nafn sitt af hest- inum fljúgandi sem dró vagn goðsagna- verunnar Dags er ók um himinhvolfið í norrænum sagnaheimi. R I TST J Ó R I Jón Aðalsteinn Bergsveinsson. Á BY R GÐA R M A Ð U R Jóhann Steinar Ingimundarson. R I T N E F N D Gunnar Gunnarsson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sigurður Óskar Jónsson, Kristján Guðmundsson, Jóhanna Íris Ingólfsdóttir og Embla Líf Hallsdóttir. UM BR OT O G H Ö N N U N Indígó. P R E N T U N Litróf. AU GLÝS I N GA R Hringjum. FO R S Í Ð UMY N D Myndina tók Jón Aðalsteinn Bergsveins- son af sjálfboðaliða í Drulluhlaupi Krón- unnar þegar það fór fram í Mosfellsbæ í fyrsta sinn sumarið 2022. L J ÓS MY N D I R Margrét Hulda Óladóttir, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Tjörvi Týr Gíslason, Sabina Szkarłat, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson o.fl. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, s. 568 2929 umfi@umfi.is - www.umfi.is UM F Í Ungmennafélag Íslands, landssamband ungmennafélaga á Íslandi, var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambands- aðilar UMFÍ eru 27 talsins og skiptast í 22 íþróttahéruð og 5 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 480 félög innan UMFÍ um land allt. ST J Ó R N UM F Í Jóhann Steinar Ingimundarson formaður, Gunnar Þór Gestsson varaformaður, Ragnheiður Högnadóttir meðstjórnandi og formaður framkvæmdastjórnar, Guð- mundur G. Sigurbergsson gjaldkeri, Sigurður Óskar Jónsson ritari, Málfríður Sigurhansdóttir meðstjórnandi og Gunnar Gunnarsson meðstjórnandi. VA R AST J Ó R N UM F Í Hallbera Eiríksdóttir, Lárus B. Lárusson, Gissur Jónsson og Guðmunda Ólafsdóttir. STA R FS FÓ L K UM F Í Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmda- stjóri, Einar Þorvaldur Eyjólfsson fjármála- stjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynn- ingarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi og fram- kvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki), Ragnheiður Sigurðar- dóttir landsfulltrúi og verkefnastjóri og Guðbirna Kristín Þórðardóttir ritari. S KÓ L A BÚ Ð I R Á R E Y K J UM Sigurður Guðmundsson forstöðumaður, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Andrea Ólafsdóttir og Luis Augusto Aquino, leiðbeinendur. Gísli Kristján Kjartansson kokkur og Oddný Bergsveina Ásmunds- dóttir aðstoðarkona í eldhúsi. Róbert Júlíusson húsvörður og Elmar Davíð Hauksson sér um þrif. „Ég er hætt að vinna, var að ganga frá dóti og gramsa í göml- um skjölum. Þá rakst ég á bréfið og hugsaði: Guð minn góður! Ég þarf að koma bréfinu á sinn stað áður en ég hrekk upp af,“ segir Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir, fyrrverandi formaður Héraðssam- bands Austur-Húnvetninga. Hún sat jafnframt í stjórn UMFÍ árin 1991 til 1997. Á dögunum kom í pósti til UMFÍ bréf sem innihélt vélritað og upplýsandi bréf frá október árið 1940 með fréttum af starfi sambandsins og fyrirætlunum. Fram koma í bréfinu ýmis mál sem varða ungmennafélagshreyfing- una, Aðalsteinn Sigmundsson er kynntur til sögunnar sem nýr ritstjóri Skinfaxa, rætt er um fjármögnun blaðsins og því velt upp hvort UMFÍ eigi að greiða sérstakan umferðarkennara fyrir félagsfólk, komið er inn á jarðrækt, bindindismál og margt fleira. Bréfið er stílað á Ungmennafélagið Morgunroðann, sem var eitt af athafnasömum aðildarfélögum Ungmennasambands Austur-Húnvetninga. Heimilisfangið er Mánaskál í Laxárdal, en þar bjó Torfi Sigurðsson. Umf. Morgunroðinn varð til upp úr sameiningu Framsóknarfélagsins Laxdals og Heimilisiðnaðarfélagsins Hvatar á þriðja áratug 20. aldar. Þegar bréfið barst til Mánaskálar árið 1940 hafði ungmennafélagið breytt um nafn. Gefur góða mynd af ungmennafélaginu Sigurlaug segir Torfa hafa ævinlega fundist mikið til bréfsins koma, enda sé það afskaplega fallegt á allan hátt. Hann hafi því passað afar vel upp á það í hálfa öld. „Þegar ég var formaður Ungmennasambandsins kom Torfi til mín og dró bréfið upp úr pússi sínu. Síðan sagði hann: „Þar sem ég er hvort eð er að fara að drepast þá vil ég láta þig hafa þetta bréf af því að mér finnst það svo merkilegt.“ Hann taldi það best geymt hjá mér. En þetta er langt síðan, líklega nálægt þrjátíu árum, og Torfi löngu dáinn. Þegar ég fann bréfið svo í tiltektinni hjá mér varð ég að koma því til UMFÍ því ég vildi ekki eiga það ofan í skúffu heima hjá mér ef ég hrykki upp af. Bréfið á heima hjá UMFÍ. Þar er það í góðum höndum. Bréfið gefur svo góða og skýra mynd af því hvernig lífið í ungmenna- félaginu var í kringum 1940,“ segir Sigurlaug. „Þar sem ég er hvort eð er að drepast …“ Gamall bóndi í Austur-Húnavatnssýslu fór með gamalt fréttabréf UMFÍ eins og dýrgrip. Hann lést fyrir mörgum árum en vildi að bréfið færi í góða geymslu. UMFÍ fékk bréfið á dögunum. Bréfið er upp á fjórar þéttskrifaðar vélritað- ar blaðsíður þar sem greint er frá ýmsu í starfi UMFÍ og er stór örk sem þurfti að brjóta vel saman til að komast í umslagið. Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.