Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 19
 S K I N FA X I 19 Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki Fjöldi fólks flutti ávarp á ráðstefnunni. Þar ber fyrstan að nefna Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem setti ráðstefnuna. Ásmundur sagði meðal annars að með öflugu íþrótta- og æskulýðs- starfi væru byggðir upp sterkir einstaklingar. „Þar gegna sjálfboðaliðar lykilhlutverki, án þeirra væri starfið ekki mögulegt. Öll viljum við búa í góðu samfélagi. Samfélag þar sem ein- staklingar eru tilbúnir að ráðstafa tíma sínum og orku í þágu heildar- innar er gott samfélag. Sjálfboðaliðastarf tengt íþrótta- og æskulýðs- félögum er ómetanlegt og mikilvægt að ræða hvernig hægt er að viðhalda og efla slíkt starf í nútímasamfélagi,“ sagði hann. Á meðal annarra frummælenda voru: • Viðar Halldórsson, prófessor á félagsvísindasviði Háskóla Íslands • Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir, Íþróttabandalagi Reykjavíkur • Jóhann Þór Jónsson, formaður unglingaráðs knattspyrnudeildar Breiðabliks • Sigurbjörg Birgisdóttir, sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun hjá Rauða krossi Íslands • Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg • Guðmundur Ari Sigurjónsson, sérfræðingur hjá Rannís • Katrín Kemp Stefánsdóttir, skátahöfðingi Erindi allra er hægt að sjá og heyra hér: Af hverju? Ýmsar mögulegar skýringar geta verið á breytingar sem hafa orðið á sjálfboðaliðastarfi á Norðurlöndunum í gegnum árin. • Fólk sem býður sig fram sem sjálfboðaliða er síður en áður skráð félagar í samtökunum sem unnið er fyrir. • Fólk vinnur skemur en áður sem sjálfboðaliðar. • Fólk bindur sig síður einum samtökum en áður og kýs frekar að fara á milli félaga. • Algengara er nú en áður að frjáls félagasamtök ráði starfsfólk til að sinna verkefnum í stað sjálfboðaliða. Fagmennska verður þá meiri en áður. Þegar félög fagvæðast er minni þörf fyrir sjálfboðaliða. • Tækniþróun kann að skýra að færri fara á opna fundi en áður til að tjá sig. Það er hægt að gera á samfélags- miðlum eða með fjarfundarbúnaði. Bakgrunnur sjálfboðaliða • 30–49 ára • Gift(ur) • Háskólamenntun • Atvinnustaða • Börn á heimili • Búseta • Ekki munur á milli kynja Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, flytur ávarp á ráðstefnunni Alveg sjálfsagt – sjálfboðaliðar í íþrótta- og æskulýðsstarfi, á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.