Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.01.2023, Blaðsíða 36
36 S K I N FA X I UMFÍ hefur frá því snemma árs 2022 verið samstarfsaðili í samnorrænu verkefni sem felur í sér samþættingu og lærdóm flóttabarna frá Úkraínu á Norðurlöndunum í gegnum íþróttir (verkefnið heitir upp á ensku: Integration and Learning Through Sport and Play for Ukrainian Children in the Nordics). Markmið verkefnisins er að veita börnum frá Úkraínu og fjölskyldum þeirra tækifæri til náms og betri aðlögun í nýju landi eftir flótta frá heimalandi þeirra í kjölfar innrás Rússa. Í samvinnunni með félagasamtökum annars staðar á Norðurlöndun- um er markmiðið að deila þekkingu, fá hugmyndir að verkefnum sem auðvelt er að laga að mismunandi hópum og prófa gagnsemi verkefn- anna. Með UMFÍ og hinum félagasamtökunum á Norðurlöndunum vinna íþróttafélög í löndunum, sveitarfélög og stofnanir. Þetta er langt í frá eina sambærilega samstarfsverkefni UMFÍ og ISCA af þessum toga. UMFÍ var með í verkefni árin 2019–2020 sem hét Integration of Refugees Through Sport (skammstafað IRTS). Hjá UMFÍ kannast fleiri við verkefnið undir heitinu Vertu með, en markmið þess er að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Nýja samstarfsverk- efnið hófst 1. nóvember 2022 og á að standa til 30. apríl 2024. Þau Ragnheiður Sigurðardóttir, verkefnastjóri UMFÍ, og Jón Aðal- steinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ og ritstjóri Skinfaxa, fóru á tveggja daga vinnufund í höfuðstöðvum ISCA í Kaupmannahöfn í febrúar ásamt fulltrúum hinna samstarfsaðilanna. Á fundinum var farið dýpra ofan í verkefnið og markmið þess. Niðurstaðan var að kanna nánar stöðuna í hverju landi, safna leikjum frá Norðurlöndunum sem gagnast og þar fram eftir götunum. Jafnframt verður unnið með sam- tökum og hópum flóttafólks frá Úkraínu á Norðurlöndunum. Áherslur og birtingarmyndir verkefnisins voru mismunandi eftir lönd- um. Þau Ragnheiður og Jón Aðalsteinn lögðu áherslu á að nýta verk- efnið til að auka þekkingu þjálfara – koma með efni sem styður þá við móttöku barna af erlendum uppruna, ekki aðeins flóttabarna frá Úkra- ínu. Þá mun verkefnið nýtast enn betur verkefninu Allir með. Þegar er búið að þýða bæklinginn á úkraínsku með hjálp Irynu Nerubaievu, sem flúði Úkraínu á síðasta ári og kom hingað til lands með móður sinni. Samstarfsaðilarnir og fulltrúar UMFÍ hafa fundað nokkrum sinnum með fjarfundarbúnaði um málið en næstu staðfundur verður á þingi ISCA í nóvember. Ljóst er að verkefnið eykur víðsýni og þekkingu starfsfólks UMFÍ, sem mun miðla henni áfram og gera UMFÍ kleift að þjónusta sambandsaðila í þessum málaflokki enn betur. Þetta er ISCA ISCA (International Sport and Cultural Assocation) eru alþjóð- leg samtök ýmissa grasrótarsamtaka á sviði íþrótta, almennings- íþrótta og menningar. Samtökin teygja anga sína um allan heim og hafa í gegnum tíðina reynst UMFÍ verðmætur tengiliður. UMFÍ hefur unnið með samtökunum að ýmsum verkefnum um árabil. Þekktasta verkefnið hér á landi er án nokkurs vafa Hreyfivika UMFÍ, sem haldin var hér á landi frá árinu 2012 til 2020. Samstarfsaðilar að verkefninu • ISCA – verkefnastjórn og framkvæmd • Monaliiku frá Finnlandi • Íþróttahéraðið Viken Idrettskrets frá Noregi • Dansk Skoleidrætt frá Danmörku. Flóttafólk og íþróttir UMFÍ vinnur með félagasamtökum á Norðurlöndunum við að hjálpa flóttabörnum frá Úkraínu og foreldrum þeirra að aðlagast nýju samfélagi. Eftir tveggja daga fundi var mikilvægt að teygja sig. Fulltrúar félaga frá Danmörku, Finnlandi og Noregi lýsa sumri með Lego-kubbum. Norræni hópurinn ásamt starfsfólki og sjálfboðaliðum ISCA á góðri stundu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.